Rúnar Kárason og félagar í þýska 1. deildar liðinu Hannover-Burgdorf eiga ekki lengur mögulega á að komast í átta liða úrslit Evrópubikarsins eftir tap gegn sænska liðinu Lugi, 32-28, í Svíþjóð í dag.
Staðan var 15-15 í hálfleik en Svíarnir voru sterkari í seinni hálfleik og tryggðu sér tvö mikilvæg stig í A-riðli Evrópubikarsins.
Rúnar Kárason var markahæstur hjá Hannover með fimm mörk ásamt þeim Mait Patrail og Vasko Sevaljevic.
Hannover-Burgdorf er með þrjú stig eftir fimm leiki en Csurgói KK er með sex stig í öðru sæti þegar ein umferð er eftir. Lugi skaust á toppinn með sigrinum en sænska liðið er með með sjö stig.
Ólafur Guðmundsson og félagar í sænska liðinu Kristianstad unnu sinn fyrsta sigur í 16 liða úrslitunum Evrópubikarsins í dag þegar liðið lagði Tatran Presov frá Slóvakíu, 34-27, á heimavelli.
Ólafur skoraði eitt mark fyrir Kristianstad sem var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12.
Þetta er þó of lítið og of seint hjá sænska liðinu því það er aðeins með tvö stig í C-riðli eins og Presov. Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes eru í öðru sæti með sex stig og öruggir áfram.
Rúnar markahæstur í tapi - Ólafur skoraði eitt í sigurleik
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

