Viðskipti innlent

Aðeins tvö tilboð í veiðiréttinn í Norðurá í Borgsrfirði

Aðeins bárust tvö gild tilboð í veiðiréttinn í Norðurá í Borgarfirði næstu fimm árin og hljóða þau bæði upp á lægri upphæð en rétturinn hefur verið leigður á.

Lægra tilboðið, sem kom frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur hljóðar upp á 76,5 milljónir kr. en hið hærra kemur frá SVFR ehf, sem er sölufyrirtæki Stangveiðifélagsins og er það upp á 83,5 milljónir kr., eða einni og hálfri milljón lægra en greitt var fyrir veiðiréttin síðasta sumar.

Fram kemur á vef Stangveiðifélagsins að dregið hafi úr umsóknum um veiðileyfi samanborið við undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×