Handbolti

Spánn og Slóvenía með auðvelda sigra

Úr leik Spánar og Serbíu.
Úr leik Spánar og Serbíu.
Spánverjar og Slóvenar komust í kvöld í átta liða úrslit HM. Bæði lið unnu örugga sigra á andstæðingum sínum.

Spánverjar völtuðu yfir því Serba, 30-21, eftir að hafa leitt í hálfleik, 20-12. Mun meiri yfirburðir en búist var við.

Albert Rocas var atkvæðamestur Spánverja með sjö mörk. Daniel Sarmiento skoraði fimm. Petar Nenadic skoraði fjögur mörk fyrir Serba.

Slóvenar lögðu Egypta, 31-26, eftir að hafa leitt í hálfleik 19-11. Þeir gáfu þó fullmikið eftir í síðari hálfeik og Egyptar náðu að minnka muninn tvö mörk. Þá sögðu Slóvenar hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn.

Jure Dolenec var markahæstur Slóvena með sex mörk en Ahmed Mostafa skoraði tíu fyrir Egypta.

Spánverjar mæta Þjóðverjum í átta liða úrslitum en Slóvenar fá Rússa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×