Lífið

Yfirgefa fjölskylduna í Hungurleikunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórmyndin The Hunger Games: Catching Fire verður frumsýnd á morgun og hafa eflaust margir beðið eftir þessari stund.

Í myndinni eru Katniss Everdeen og Peeta Mellark komin aftur heim eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum. Sigurvegarar Hungurleikanna þurfa að fara í svokallaða sigurferð og því þurfa Katniss og Peeta að yfirgefa fjölskyldu sína og vini og fara í ferðalag til allra hverfanna í Panem.

Á meðan á ferðalaginu stendur skynjar Katniss að uppreisn sé í uppsiglingu. Höfuðborgin situr þó enn við stjórnvölinn og Snow forseti er í óða önn að undirbúa Hungurleika sem gætu haft varanleg áhrif á framtíð Panem.

Loksins komið að frumsýningu.
Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíó og Selfossbíó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.