Viðskipti innlent

Endurfjármögnun lokið hjá N1

Óli Kristján Ármannsson skrifar
N1 sér fólki á ferð og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu. Fyrirtækið stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands á síðari hluta þessa árs.
N1 sér fólki á ferð og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu. Fyrirtækið stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið/Valli
Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins, samkvæmt tilkynningu bankans. Bankinn veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun.

N1, sem gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu um mitt ár 2011, ákvað nýlega að fara í útboð með öll bankaviðskipti sín, meðal annars til að búa félagið betur undir væntanlega skráningu í Kauphöll Íslands.

Skráningin er fyrirhuguð fyrir lok þessa árs.

Í tilkynningunni fagnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, því að bankinn hafi verið valinn til að ljúka endurfjármögnun félagsins, sem sé eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtækis landsins. 

„Við hlökkum til aukins samstarfs við N1 og er Íslandsbanki vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur félagsins,“ er eftir henni haft.

„Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum en eignir félagsins námu tæplega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna samkvæmt árshlutauppgjöri 30.júní 2013,“ segir jafnframt í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×