Viðskipti innlent

Eik hagnaðist um rúmlega 450 milljónir

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam rúmlega 450 milljónum króna í fyrra. Þetta er mikil aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam tæplega 10 milljónum króna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að eignir félagsins jukust á milli ára og námu 21 milljarði króna við árslok síðasta árs og höfðu þá aukist um 5,3 prósent frá fyrra ári.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður að fjárhæð 130 milljónir króna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×