Viðskipti innlent

Töluverðar líkur á að olía finnist á Drekasvæðinu

Töluverðar líkur eru á að olía og gas finnist á Drekasvæðinu við Jan Mayen en það þarf að bora tilraunaholu til að fá úr því skorið.

Þetta kom fram á fundi sem norska olíustofnunin hélt í gærdag til að kynna niðurstöður landgrunnsmælinga á norðurslóðum einkum í Barentshafi.

Hvað Jan Mayen varðar kemur fram í frétt á Reuters að þar gæti verið hægt að vinna hátt í 600 milljónir tunna af olíu.

Norðmenn hyggjast bora tilraunaholu við Jan Mayen í sumar og aðra næsta sumar. Reiknað er með að málið komi til umræðu á norska þinginu á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×