Viðskipti innlent

Kostnaður vegna slitastjórnar Glitnis hækkar um tvo milljarða

Kostnaður við uppgjör á þrotabúi Glitnis í ár er rúmum tveimur milljörðum hærri en fyrir árið 2011. Þetta kemur fram í uppgjör bankans fyrir árið 2012 og var birt í dag. Stjórnendakostnaðurinn á síðasta ári voru rétt rúmir 7,6 milljarðar en árið 2011 var þessi kostnaður 5.3 milljarðar. Mestu munar um erlenda sérfræðiráðgjöf.

Sá kostnaðarliður vegur einnig þyngst samkvæmt uppgjöri bankans fyrir árið 2011. Á síðasta ári greiddi bankinn 3,2 milljarða í erlendan sérfræðikostnað. Árið 2011 var þessi kostnaður 1,3 milljarðar.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, að helsta skýringin á auknum kostnaði vegna erlendra sérfræðiráðgjafar sé undirbúningur fyrir nauðasamninga Glitnis.

Hagnaður Glitnis voru 301 milljarðar króna á síðasta ári en eignir bankans voru metnar á 934 milljarða. Skuldir bankans eru 2.431 milljarðar króna. Heildarkostnaður vegna slitastjórnarinnar frá stofnun hennar eru 22 milljarðar samkvæmt Viðskiptablaðinu í dag.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um uppgjörið hér.

Landsbankinn hefur ekki enn skilað uppgjöri fyrir síðasta ár, en samkvæmt upplýsingum frá bankanum ætti uppgjörið að vera tilbúið um miðjan mars. Eins má búast við uppgjöri þrotabús Kaupþings innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×