Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri segir Ísland of lítið myntsvæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í viðtali við Bloomberg.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í viðtali við Bloomberg.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Ísland sé of lítið myntsvæði. „Við höfum sagt að Íslendingar geti búið við krónuna en þá verðum við að gera hitt og þetta," sagði Már í samtali við Bloomberg fréttastofuna. „Og það getur vel verið að okkur líki ekki allt sem við þurfum að gera. Þá verðum við að íhuga aðra kosti. Annar kostur er sá að sameinast stóru myntbandalagi," segir Már.

Í Bloomberg greininni er rifjað upp að gjaldeyrishöft hafi verið sett árið 2008. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í Hagfræði hafi lofsamað þá ákvörðun og sagt hana hafa verið nauðsynlega.

Þá er fjallað um það að krónan hafi tapað um sex prósent af verðgildi sínu gagnvart evrunni á undanförnum tólf mánuðum og um 5% gagnvart dollara. Verðbólgan sé um 4,2%. Már Guðmndsson segir í samtali við Bloomberg að jafnvel þótt gjaldeyrishöftin verndi krónuna fyrir frekara hruni þá fylgi þeim mikill kostnaður fyrir hagkerfið. Milliríkjaviðskipti verði t.d. miklu flóknari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×