Grínið vatt upp á sig 5. september 2013 10:15 Hjalti Þór Grettisson vakti verðskuldaða athygli í sjónvarpsþáttunum MasterChef Ísland. Þó hann hafi ekki borið sigur úr býtum hefur þátttaka hans í þáttunum haft gríðarleg áhrif á líf hans. Hann byrjaði sem yfirkokkur fyrir stuttu á glænýjum og glæsilegum veitingastað í Hellubíói, gamla félagsheimilinu við Þrúðvang á Hellu. Lífið sló á þráðinn til Hjalta og fékk að forvitnast um líf hans eftir MasterChef Ísland.Hvernig fannst þér að taka þátt í MasterChef Ísland? Ég er mikill aðdáandi áströlsku þáttaraðanna og alls kyns keppnisþátta sem snúast um matseld og því var einstök upplifun að fá að taka þátt í MasterChef á Íslandi. Spennan sem maður upplifði þegar það var öskrað á mann að fara af stað; að hugsa upp rétt, finna til hráefni, elda og bera fram á mannsæmandi hátt á einungis hálftíma. Ég valdi það áður en farið var af stað að gefa mig allan í þetta bæði líkamlega og andlega. Það mátti því ósjaldan sjá titrandi varir þegar ég var spenntur og tár í auga þegar ég var sérlega feginn. Mér dettur helst kjúklingaballentínan í hug í því samhengi. Ég var alveg viss um að hún væri ekki nógu vel elduð og hefði getað farið að grenja þegar dómararnir loks hrósuðu henni. Svei mér þá ef ég feldi ekki eitt eða tvö tár í kjölfarið.Hjalti komst langt í MasterChef Ísland.Finnst þér fólk þekkja þig út á götu vegna þátttöku í þáttunum?Þeir sem hafa helst heilsað mér hafa verið krakkar í kringum tíu ára og þá sérstaklega þegar ég var úti að versla. Af og til heilsar mér einhver fullorðinn en svo kemur skömmustulegur svipur á fólk þegar það áttar sig á því að það þekkir mig ekki heldur sá mig í sjónvarpinu! Nú er þetta meira og minna hætt allt saman og verslunarleiðangrar mínir eru aftur komnir í sitt vanalega horf.Ertu í samskiptum við hina keppendurna? Ég er enn í samskiptum við sum þeirra. Það kom mér á óvart meðan á keppninni stóð hversu samrýnd við náðum að verða sem hópur. Það voru einhverjir hittingar stuttu eftir að þættirnir voru sýndir í sjónvarpinu og svo er á döfinni hjá okkur nokkrum að reyna að hittast aftur fljótlega.Hér í aftari röðinni er Hjalti að spreyta sig í Boot Camp-hluta MasterChef Ísland.Hvernig hefur lífið breyst eftir þátttökuna? Fljótlega eftir að kepninni lauk eignaðist ég dóttur sem fékk nafnið Una Björt. Ég hætti eiginlega að hugsa um matseld í bili en einbeitti mér bara að náminu, nýfæddu dóttur minni, konunni og fjögurra ára syni mínum. Vegna þessa taldi ég að það hefði breytt afskaplega litlu að taka þátt í kepninni. Það var, þangað til ég fór að sækja um sumarstörf. Ég fyrir slysni sótti um starf þar sem ég uppfyllti ekki skilyrðin fyrir ráðningu en var boðið starfið engu að síður. Þar tel ég þættina hafa komið sterka inn og opnað þær dyr fyrir mig.Hvar ertu að vinna núna? Í dag er ég að vinna sem yfirkokkur við veitingastað sem ber nafnið Hellubíó, í höfuðið á því fornfræga húsi sem við erum staðsett. Við opnuðum núna í ágúst og viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.Hvernig fékkstu vinnu á veitingastaðnum? Eftir að samningaviðræður vegna sumarstarfs gengu ekki upp fór ég að barma mér við félaga minn. Hann spurði þá í gríni hvort ég vildi ekki bara opna veitningastað á Hellu frekar. Grínið vatt fljótt uppá sig og fyrr en varði var ég fluttur á Hellu með konu og krakka í eftirdragi að gera upp húsnæði sem við síðan opnuðum veitingastaðinn í.Hjalti töfrar fram veislurétti á Hellubíói.Hvernig fílarðu þig í kokkastarfinu?Kokkastarfið er töff, það er ekki spurning, en ég fæ heilmikið kikk út úr því að gefa fólki góðan mat. Svo er líka einstaklega skemtilegt að fá að hanna og elda eigin matseðil frá grunni, velja hráefni og kynnast fólkinu hér í nágrenninu sem framleiðir hráefnin.Hvernig lítur framtíðin út hjá þér? Framtíðin hjá mér lítur úr fyrir að veta frekar björt held ég bara, og afskaplega gómsæt!Facebook-síða Hellubíós. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hjalti Þór Grettisson vakti verðskuldaða athygli í sjónvarpsþáttunum MasterChef Ísland. Þó hann hafi ekki borið sigur úr býtum hefur þátttaka hans í þáttunum haft gríðarleg áhrif á líf hans. Hann byrjaði sem yfirkokkur fyrir stuttu á glænýjum og glæsilegum veitingastað í Hellubíói, gamla félagsheimilinu við Þrúðvang á Hellu. Lífið sló á þráðinn til Hjalta og fékk að forvitnast um líf hans eftir MasterChef Ísland.Hvernig fannst þér að taka þátt í MasterChef Ísland? Ég er mikill aðdáandi áströlsku þáttaraðanna og alls kyns keppnisþátta sem snúast um matseld og því var einstök upplifun að fá að taka þátt í MasterChef á Íslandi. Spennan sem maður upplifði þegar það var öskrað á mann að fara af stað; að hugsa upp rétt, finna til hráefni, elda og bera fram á mannsæmandi hátt á einungis hálftíma. Ég valdi það áður en farið var af stað að gefa mig allan í þetta bæði líkamlega og andlega. Það mátti því ósjaldan sjá titrandi varir þegar ég var spenntur og tár í auga þegar ég var sérlega feginn. Mér dettur helst kjúklingaballentínan í hug í því samhengi. Ég var alveg viss um að hún væri ekki nógu vel elduð og hefði getað farið að grenja þegar dómararnir loks hrósuðu henni. Svei mér þá ef ég feldi ekki eitt eða tvö tár í kjölfarið.Hjalti komst langt í MasterChef Ísland.Finnst þér fólk þekkja þig út á götu vegna þátttöku í þáttunum?Þeir sem hafa helst heilsað mér hafa verið krakkar í kringum tíu ára og þá sérstaklega þegar ég var úti að versla. Af og til heilsar mér einhver fullorðinn en svo kemur skömmustulegur svipur á fólk þegar það áttar sig á því að það þekkir mig ekki heldur sá mig í sjónvarpinu! Nú er þetta meira og minna hætt allt saman og verslunarleiðangrar mínir eru aftur komnir í sitt vanalega horf.Ertu í samskiptum við hina keppendurna? Ég er enn í samskiptum við sum þeirra. Það kom mér á óvart meðan á keppninni stóð hversu samrýnd við náðum að verða sem hópur. Það voru einhverjir hittingar stuttu eftir að þættirnir voru sýndir í sjónvarpinu og svo er á döfinni hjá okkur nokkrum að reyna að hittast aftur fljótlega.Hér í aftari röðinni er Hjalti að spreyta sig í Boot Camp-hluta MasterChef Ísland.Hvernig hefur lífið breyst eftir þátttökuna? Fljótlega eftir að kepninni lauk eignaðist ég dóttur sem fékk nafnið Una Björt. Ég hætti eiginlega að hugsa um matseld í bili en einbeitti mér bara að náminu, nýfæddu dóttur minni, konunni og fjögurra ára syni mínum. Vegna þessa taldi ég að það hefði breytt afskaplega litlu að taka þátt í kepninni. Það var, þangað til ég fór að sækja um sumarstörf. Ég fyrir slysni sótti um starf þar sem ég uppfyllti ekki skilyrðin fyrir ráðningu en var boðið starfið engu að síður. Þar tel ég þættina hafa komið sterka inn og opnað þær dyr fyrir mig.Hvar ertu að vinna núna? Í dag er ég að vinna sem yfirkokkur við veitingastað sem ber nafnið Hellubíó, í höfuðið á því fornfræga húsi sem við erum staðsett. Við opnuðum núna í ágúst og viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.Hvernig fékkstu vinnu á veitingastaðnum? Eftir að samningaviðræður vegna sumarstarfs gengu ekki upp fór ég að barma mér við félaga minn. Hann spurði þá í gríni hvort ég vildi ekki bara opna veitningastað á Hellu frekar. Grínið vatt fljótt uppá sig og fyrr en varði var ég fluttur á Hellu með konu og krakka í eftirdragi að gera upp húsnæði sem við síðan opnuðum veitingastaðinn í.Hjalti töfrar fram veislurétti á Hellubíói.Hvernig fílarðu þig í kokkastarfinu?Kokkastarfið er töff, það er ekki spurning, en ég fæ heilmikið kikk út úr því að gefa fólki góðan mat. Svo er líka einstaklega skemtilegt að fá að hanna og elda eigin matseðil frá grunni, velja hráefni og kynnast fólkinu hér í nágrenninu sem framleiðir hráefnin.Hvernig lítur framtíðin út hjá þér? Framtíðin hjá mér lítur úr fyrir að veta frekar björt held ég bara, og afskaplega gómsæt!Facebook-síða Hellubíós.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira