Viðskipti innlent

Nauðsynlegt að bæta samkeppnishæfni Íslands

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir það áhyggjuefni að Ísland hafi fallið um eitt sæti á lista Alþjóða-efnahagsráðsins um samkeppnishæfni þjóða.

Ísland er 31. sæti í könnun Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni þjóð einu sæti neðar en Púertó Ríkó og einu sæti ofar en Eistland. Fyrir kreppu var Ísland í 20. sæti en leiðin hefur legið niður á við síðan þá.

Það sem meðal annars dregur úr samkeppnishæfni Íslands er veikur fjármálamarkaður, fjármagnshöft, dýrt landbúnaðarkerfi, tollar og regluverk um erlenda fjárfestingu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir þetta vera áhyggjuefni. „Auðvitað er það áhyggjuefni þegar við erum að standa okkur verr milli ára. Þetta er eitthvað sem ég og ríkisstjórnin öll viljum leiðrétta,“ segir Ragnheiður.

Ragnheiður segir að nú þegar sé hafin vinna við að endurbæta löggjöf um erlenda fjárfestingu og von sé á frumvarpi þessa efnis í haust.

„Stefna er algjörlega skýr. Við viljum auka fjárfestingu, bæði erlenda og innlenda, og munum vinna með atvinnulífinu að því takmarki. Vonandi náum við þá að hækka okkur meðal annars á þessum lista og gera Ísland samkeppnishæfara“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×