Handbolti

Kári Kristján: Maður er bara dofinn eftir þetta tap

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Mér fannst við bara allir ógeðslega góðir allan leikinn," sagði Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir að liðið hafði fallið úr leik gegn Frökkum í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni.

„Það munaði litlu og við erum allir gríðarlega vonsviknir að hafa tapað þessum leik. Maður er hálf dofinn eftir þennan leik og drullusvekktur, við stóðum okkur samt sem áður fáránlega vel í kvöld."

„Bæði lið voru að klikka í kvöld á grundvallar atriðum en á endanum voru það við sem gerðum fleiri slík mistök og svo fór sem fór."

„Þeir komu mér ekkert á óvart í kvöld, það eina sem kom örlítið á óvart var hversu Karabatic var slappur. Heilt yfir vorum við frábærir í leiknum og sérstaklega varnarlega. Það voru nokkrir sendingafeilar í restina sem felldu okkur."

„Við eigum eftir að nýta okkur þessa reynslu eftir nokkur ár og margt jákvætt hjá liðinu, maður er bara ennþá svo svekktur eftir þetta tap að erfitt er að tala um framtíðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×