Rútínan í endurminningunni Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 31. desember 2013 07:00 Jæja, nú árið er liðið í aldanna skaut. Þessi tímamót fundust mér hrikalega sorgleg í æsku. Sérstaklega man ég eftir því hvað mér fannst erfitt að kveðja árið 1994. Með ekkasogum spurði ég mömmu hvort það væri ekki nokkur leið að sporna við þessu? Níutíuogfjögur hafði verið svo gott. Ég byrjaði í skóla og svona. Smám saman lærði ég að hvert ár hefur sinn sjarma og það er ekki endilega fýsilegur kostur að vera sex ára að eilífu. Nú er ég til dæmis orðin 25 ára og hefði ekki viljað sleppa einu einasta ári til þessa. Tuttuguogfimm er ágætt, þó mér finnist ég reyndar alls ekki orðin svo gömul. Næst verð ég tuttuguogsex, hvernig ætli það verði? Eftir ár mun ég hafa upplifað eitthvað sem ég get ómögulega ímyndað mér í dag. Eflaust mun ég verða fyrir áföllum á árinu en ég skal líka sigra. Ég mun taka margar ákvarðanir sem trúlega verður misauðvelt að lifa með. Einhver atvik komandi árs verða vonandi ógleymanleg en inn á milli verða keimlíkir dagar. Margir keimlíkir dagar. Eftir því sem árin líða verður erfiðara að gera hvern dag eftirminnilegan. Rútínan er nefnilega eins og svarthol sem togar í mann. Þó hún sé ágæt er mikilvægt að festast ekki í vananum, svo lífið renni ekki saman og hverfi í endurminningunni. Að mínu mati er nauðsynlegt að brjóta upp rútínuna. Svo smám saman breytist hún sjálf. Rútínan er nefnilega ákveðin umgjörð hvers tímabils. Þegar ég hugsa til ársins 1994 rifja ég vissulega upp ýmis atvik en ekki síður tiltekna rútínu. Hversdagslegar venjur ársins 1994 voru allt aðrar en ársins 2013. Og mér hlýnar að innan, því nostalgían býr nefnilega í þessum horfnu rútínum, en ekki óvæntu og ógleymanlegu uppákomunum. Þær eru hins vegar vörðurnar á leiðinni. Ég er hætt að syrgja tímann sem líður og fagna frekar tímanum sem kemur. Ég er samt ekki hætt að snökta dálítið á áramótunum. Ekkasogin hafa þó vikið fyrir laumulegu tári á hvarmi. Takk fyrir mig, 2013! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun
Jæja, nú árið er liðið í aldanna skaut. Þessi tímamót fundust mér hrikalega sorgleg í æsku. Sérstaklega man ég eftir því hvað mér fannst erfitt að kveðja árið 1994. Með ekkasogum spurði ég mömmu hvort það væri ekki nokkur leið að sporna við þessu? Níutíuogfjögur hafði verið svo gott. Ég byrjaði í skóla og svona. Smám saman lærði ég að hvert ár hefur sinn sjarma og það er ekki endilega fýsilegur kostur að vera sex ára að eilífu. Nú er ég til dæmis orðin 25 ára og hefði ekki viljað sleppa einu einasta ári til þessa. Tuttuguogfimm er ágætt, þó mér finnist ég reyndar alls ekki orðin svo gömul. Næst verð ég tuttuguogsex, hvernig ætli það verði? Eftir ár mun ég hafa upplifað eitthvað sem ég get ómögulega ímyndað mér í dag. Eflaust mun ég verða fyrir áföllum á árinu en ég skal líka sigra. Ég mun taka margar ákvarðanir sem trúlega verður misauðvelt að lifa með. Einhver atvik komandi árs verða vonandi ógleymanleg en inn á milli verða keimlíkir dagar. Margir keimlíkir dagar. Eftir því sem árin líða verður erfiðara að gera hvern dag eftirminnilegan. Rútínan er nefnilega eins og svarthol sem togar í mann. Þó hún sé ágæt er mikilvægt að festast ekki í vananum, svo lífið renni ekki saman og hverfi í endurminningunni. Að mínu mati er nauðsynlegt að brjóta upp rútínuna. Svo smám saman breytist hún sjálf. Rútínan er nefnilega ákveðin umgjörð hvers tímabils. Þegar ég hugsa til ársins 1994 rifja ég vissulega upp ýmis atvik en ekki síður tiltekna rútínu. Hversdagslegar venjur ársins 1994 voru allt aðrar en ársins 2013. Og mér hlýnar að innan, því nostalgían býr nefnilega í þessum horfnu rútínum, en ekki óvæntu og ógleymanlegu uppákomunum. Þær eru hins vegar vörðurnar á leiðinni. Ég er hætt að syrgja tímann sem líður og fagna frekar tímanum sem kemur. Ég er samt ekki hætt að snökta dálítið á áramótunum. Ekkasogin hafa þó vikið fyrir laumulegu tári á hvarmi. Takk fyrir mig, 2013!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun