Viðskipti innlent

Tekjur sushi veitingastaða margfaldast

Samúel Karl Ólason skrifar
Félagið Tokyo veitingar sem rekur Tokyo sushi veitingastaðina, hagnaðist um um fjórar milljónir á árinu 2012. Árið 2011 tapaði félagið 38 milljónum króna en á milli áranna 2011 og 2012 margfölduðust tekjur félagsins. Fóru þær úr 50 milljónum í 284 milljónir króna. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag.

Í árslok 2012 námu eignir félagsins 64 milljónum, skuldir 82 og eigið fé var því neikvætt um 18 milljónir króna. Að auki er þess getið í Viðskiptablaðinu að félagið keypti fisk fyrir tæpar 16 milljónir á síðasta ári og kjúkling fyrir tæpar fjórar milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×