Viðskipti innlent

Tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Endurskinsmerkin eiga að vera merkt með nafni og heimilisfangi framleiðanda auk annarra nauðsynlegra upplýsinga um notkun.
Endurskinsmerkin eiga að vera merkt með nafni og heimilisfangi framleiðanda auk annarra nauðsynlegra upplýsinga um notkun. mynd/neytendastofa
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó BS hefur verið að dreifa.

Bannið er sett í kjölfar ábendingar um að endurskinsmerkin væru ekki í lagi en að sögn Neytendastofu eru merkin alveg ómerkt. Því sé ekki hægt að sjá að merkin séu framleidd í samræmi við lög, reglur og staðla, eða hvort þau hafi verið prófuð sem slík og því örugg fyrir neytendur.

Merkin eigi að vera með íslenskum leiðbeiningum, merkt með staðlinum EN 13356, upplýsingum um tilkynntan aðila sem staðfest hefur samræmi merkisins við kröfur. Þá eiga merkin að vera merkt með nafni og heimilisfangi framleiðanda auk annarra nauðsynlegra upplýsinga um notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×