HM 2013: Aron er varnarbuff Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 12. janúar 2013 12:30 Aron Pálmarsson er varnarbuff að mati Björgvins Gústavssonar. Vilhelm. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, er bjartsýnn á að íslenska liðið nái að sýna hvað í því býr á HM á Spáni. Fyrsti leikur Íslands er í dag gegn Rússum og þrátt fyrir að mótherjarnir séu gríðarlega sterkir er Björgvin á þeirri skoðun að Ísland eigi góða möguleika. „Við erum allir klárir á réttum tíma, ég hef verið að væla aðeins í haust vegna veikinda, en það er búið. Við værum ekki hérna á þessum stað ef það væri ekki raunin. Aron (Rafn Eðvarsson) hefur einnig glímt veið veikindi en þetta er allt saman búið og við erum hættir að tala um þessa hluti," sagði Björgvin og glotti. „Keppnin er núna að byrja og það ríkir spenna og tilhlökkun í hópnum. Enda erum við búnir að bíða lengi eftir því að þessi keppni hefjist. Þetta er svona svipað og fyrir lítil börn að bíða eftir jólunum, stórmótin eru þannig fyrir okkur handboltamennina. Leikurinn gegn Rússum er algjör lykilleikur varðandi framhaldið. Við eigum alveg möguleika gegn Rússum, alveg klárlega, þeir eru með marga nýja leikmenn og margt nýtt í gangi hjá þeim. Það er líka þannig hjá okkur og ég hlakka til að takast á við Rússa og þetta mót í heild sinni." Björgvin dregur ekkert úr því að það vanti marga góða leikmenn í íslenska landsliðsins og þar ber hæst fjarvera „varnarlínunnar" Arnórs Atlasonar, Alexanders Peterssonar og Ingimundar Ingimundarsonar. „Þetta eru stór skörð sem þarf að fylla, en við erum með leikmenn sem geta alveg fyllt í þau. Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru hrikalega góðir varnarmenn og þeir stíga bara upp í staðinn. Aron (Pálmarsson) er einnig hörkugóður í vörn, hann er svona „buff". Við erum með gott lið og getum alveg strítt öllum liðum á þessu móti. Baráttan og krafturinn er okkar einkennismerki og við munum aldrei tapa því," sagði Björgvin Gústavsson. Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, er bjartsýnn á að íslenska liðið nái að sýna hvað í því býr á HM á Spáni. Fyrsti leikur Íslands er í dag gegn Rússum og þrátt fyrir að mótherjarnir séu gríðarlega sterkir er Björgvin á þeirri skoðun að Ísland eigi góða möguleika. „Við erum allir klárir á réttum tíma, ég hef verið að væla aðeins í haust vegna veikinda, en það er búið. Við værum ekki hérna á þessum stað ef það væri ekki raunin. Aron (Rafn Eðvarsson) hefur einnig glímt veið veikindi en þetta er allt saman búið og við erum hættir að tala um þessa hluti," sagði Björgvin og glotti. „Keppnin er núna að byrja og það ríkir spenna og tilhlökkun í hópnum. Enda erum við búnir að bíða lengi eftir því að þessi keppni hefjist. Þetta er svona svipað og fyrir lítil börn að bíða eftir jólunum, stórmótin eru þannig fyrir okkur handboltamennina. Leikurinn gegn Rússum er algjör lykilleikur varðandi framhaldið. Við eigum alveg möguleika gegn Rússum, alveg klárlega, þeir eru með marga nýja leikmenn og margt nýtt í gangi hjá þeim. Það er líka þannig hjá okkur og ég hlakka til að takast á við Rússa og þetta mót í heild sinni." Björgvin dregur ekkert úr því að það vanti marga góða leikmenn í íslenska landsliðsins og þar ber hæst fjarvera „varnarlínunnar" Arnórs Atlasonar, Alexanders Peterssonar og Ingimundar Ingimundarsonar. „Þetta eru stór skörð sem þarf að fylla, en við erum með leikmenn sem geta alveg fyllt í þau. Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru hrikalega góðir varnarmenn og þeir stíga bara upp í staðinn. Aron (Pálmarsson) er einnig hörkugóður í vörn, hann er svona „buff". Við erum með gott lið og getum alveg strítt öllum liðum á þessu móti. Baráttan og krafturinn er okkar einkennismerki og við munum aldrei tapa því," sagði Björgvin Gústavsson.
Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Sjá meira