Handbolti

HM 2013: Getum ekki vælt og grenjað tap í fyrsta leik á stórmóti

Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar
Sverre Jakobsson og Daniil Shishkarev línumaður Rússlands tókust oft á í leiknum í kvöld.
Sverre Jakobsson og Daniil Shishkarev línumaður Rússlands tókust oft á í leiknum í kvöld. Mynd / Vilhelm
„Ég er mjög svekktur með þetta tap en ég leyfi mér að vera svekktur í svona klukkutíma og þá er þetta búið. Við getum ekki vælt og grenjað tap í fyrsta leik á stórmóti – það er ekki góður grunnur til að byggja á fyrir næsta leik sem er strax á morgun gegn Síle," sagði Sverre Jakobsson leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta eftir 30-25 tap liðsins gegn Rússum á HM á Spáni í kvöld.

„Við náðum að koma sterkir til baka eftir slæma byrjun og vorum bara marki undir í hálfleik. Ég fann það í klefanum í hálfleik að menn höfðu trú á þessu. Og við komumst þremur mörkum yfir um miðjan síðari hálfleik og sjálfstraustið var í lagi. Síðan veit ég ekki hvað gerðist og við þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis í kvöld – þetta var göf að okkar hálfu," sagði Sverre Jakobsson leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta eftir 30-25 tap liðsins gegn Rússum á HM á Spáni í kvöld.

„Varnarleikurinn var ágætur af og til – við fengum á okkur mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Mér fannst varnarleikurinn gefa eftir á lokakaflanum og það var óöryggi í okkar leik , í vörn sem sókn. Það eru talsverðar líkur á því að Rússar vinni handboltaleiki á stórmóti en mér fannst við vera að gera þeim þetta of auðvelt fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×