Handbolti

HM 2013: Frakkar sigu fram úr á lokakaflanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikola Karabatic í leiknum í kvöld.
Nikola Karabatic í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Heims- og Ólympíumeistarar Frakklands lentu í nokkru basli með sprækt lið Túnis í lokaleik dagsins á HM í handbolta.

Túnis hafði lengi vel forystu í leiknum en áttu ekki orku í lokamínúturnar. Frakkar gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 30-27.

Túnis hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13, og voru þremur mörkum yfir, 21-18, þegar tæpar 20 mínútur voru eftir. En þá tóku Frakkar við sér.

Jerome Fernandez og Luc Abalo skoruðu sex mörk hvor en hjá Túnis var Amine Bannour markahæstur með sjö mörk.

Úrslitasíða HM 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×