Viðskipti innlent

Atvinnuleysið mælist 5,8%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk á vinnumarkaði.
Fólk á vinnumarkaði. Samsett mynd.
Atvinnuleysi mældist 5,8% í janúar, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um 177.800 manns voru á vinnumarkaði. Af þeim voru 167400 starfandi og 10.400 án vinnu og í atvinnuleyti. Atvinnuþátttaka mældist því 78,7%, hlutfall starfandi 74,1% og atvinnuleysi var 5,8%. Atvinnuleysi var 0,9 prósentustigum lægra en í janúar í fyrra en þá var atvinnuleysi 6,7%. Atvinnuleysi í janúar var 6,4% á meðal karla miðað við 6,6% í janúar í fyrra og meðal kvenna var það 5,3% miðað við 6,9% í janúar í fyrra.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu, í eina klukkustund eða lengur, sem launþegar eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×