Viðskipti innlent

Upplýsingar um greiðsluáætlanir einstaklinga sendar í tölvupósti

Lögfræðistofa Suðurnesja er í Reykjanesbæ.
Lögfræðistofa Suðurnesja er í Reykjanesbæ. Mynd/ GVA.
Lögfræðistofa Suðurnesja braut persónuverndarlög þegar stofan sendi fyrirtæki upplýsingar um greiðsluáætlanir einstaklinga í greiðsluaðlögun með tölvupósti. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem birti úrskurð sinn í dag.

Málavextir eru þeir að í lok ágúst síðastlðins barst Persónuvernd erindi frá fyrirtækinu Egilsson ehf. sem hafði fengið upplýsingar í tölvupósti um einstaklinga sem sótt höfðu um greiðsluaðlögun. Í bréfinu segir meðal annars:

„Fyrirtæki okkar var að berast þessi póstur frá lögfræðistofu. Er allt í lagi að senda svona póst um einkalíf og persónulega hagi fólks til Jóns Jónssonar út í bæ? Þessi póstur er sendur á tölvupóstföng sem í fyrirtækjum eru skoðaðir af flestum ef ekki öllum starfsmönnum. T.d. fengum við þetta tvisvar bæði á sala@a4.is og egilsson@egilsson.is. Er ekki aðferðin í svona málum að senda á starfsmenn sem hafa með málið að gera en ekki alla starfsmenn viðkomandi fyrirtækis."

Í svari lögfræðistofunnar kom fram að stofan hafi við útsendingu greiðsluaðlögunarfrumvarpa sent tölvupósta á ákveðin netföng eða netföng ákveðinna starfsmanna innan viðkomandi fyrirtækis sem eru kröfuhafar. Allajafna beri ákveðinn starfsmaður ábyrgð á og hafi umsjón með slíkum netföngum og áframsendir tölvupósta á einstaka starfsmenn eftir því sem við á. Starfsfólk lögfræðistofunnar hafi haft ástæðu til að ætla að þessi framkvæmd væri almennt viðurkennd enda hafi hún tíðkast í málum sem þessum. Það hafi komð starfsfólki lögfræðistofunnar í opna skjöldu að almenn netföng væru í einhverjum tilfellum opin öllum starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis enda verði það að teljast óábyrgt og óeðlilegt af hálfu þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×