Viðskipti innlent

Forstjóra Straums meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Einarsson forstjóri Straums.
Pétur Einarsson forstjóri Straums.
Pétri Einarssyni, forstjóra Straums, hefur verið meinað að stýra fyrirtæki í Bretlandi næstu fimm árin. Ástæðan er sú að skattayfirvöld í Bretlandi segja að hann hafi brotið gegn skattalögum þar í landi.

Í frétt á vef breskrar ríkisstofnunar, The Insolvency Agency, segir að fyrirtæki sem Pétur stýrði, Cbridge Limited, hafi verið starfandi í London. Um fjárfestingaráðgjafafyrirtæki hafi verið að ræða. Það hafi farið í greiðslustöðvun árið 2010 og þá skuldað 200 þúsund pund í skatt. Upphæðin samsvarar 40 milljónum íslenskra króna.

Pétur hafi aftur á móti greitt sjálfum sér 100 þúsund pund út úr fyrirtækinu á tveggja ára tímabili áður en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun til þess að fjármagna persónulega neyslu. Hann hafi ekki gert neinar tilraunir til þess að greiða skattaskuld félagsins.

Fyrirtæki hans hafi skuldað rúm 192 þúsund pund í skatt þegar það fór í þrot árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×