Viðskipti innlent

Kynjakvóti settur á stjórn Icelandair

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair.
Sigurður Helgason er stjórnarformaður Icelandair.
Eitt stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands, Icelandair, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Þetta kemur fram í endanlegum tillögum fyrir aðalfund, en tillögurnar voru sendar Kauphöll Íslands í dag.

Í stað þess að fimm þeirra sem flest atkvæðin fá í stjórnarkjöri skipi stjórn Icelandair verður samþykktum breytt þannig að þær tvær konur og þeir tveir karlar sem flest atkvæði fá í stjórnarkjöri skulu teljast réttkjörin. Sá sem næst kemur á eftir þeim að atkvæðamagni fær svo kosningu óháð því af hvaða kyni hann er. Þá verður varamaður alltaf af því kyni sem fámennara er í stjórn.

Breytingin er gerð í samræm ivið breytingar á hlutafélagalögum sem sett voru árið 2010, en breytingin tekur gildi þann 1. september næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×