Viðskipti innlent

Farmiðar til útlanda lækka milli ára

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Flug til Oslóar kostar miklu minna en til London og Kaupmannahafnar.
Flug til Oslóar kostar miklu minna en til London og Kaupmannahafnar.
Lítill sem enginn verðmunur er á farmiðum til London eftir félögum samkvæmt frétt frá Túrista.

Í fyrra var farmiðinn til London ódýrastur hjá Icelandair en bæði Wow Air og Easy Jet hafa lækkað sig töluvert síðan. Easy Jet er þó dýrasti kosturinn þó litlu muni.

Athygli vekur að fargjöld Icelandair til Kaupmannahafnar og London hafa nær ekkert breyst milli ára samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista á meðan Easy Jet og Wow Air hafa lækkað sín verð.

Þá kostar flug til Oslóar miklu minna en til London og Kaupmannahafnar ef miðað er við ódýrstu fargjöldin en hægt er að komast þangað fyrir rúmar 20 þúsund krónur með Norwegian.

Í verðkönnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan sömu viku og reiknað er með að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur. Farangurs-, bókunar- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×