Viðskipti innlent

Ársverðbólgan í 3,9 prósentum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verð á fatnaði hefur hækkað vegna útsöluloka.
Verð á fatnaði hefur hækkað vegna útsöluloka. Fréttablaðið/E.Ól.
lTólf mánaða verðbólga stendur í 3,9 prósentum í september samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands. Án húsnæðis er verðbólgan 3,7 prósent.

Frá því í ágúst hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,34 prósent og stendur í 415,2 stigum. „Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,2 stig og hækkaði um 0,41 prósent frá ágúst,“ segir í frétt Hagstofunnar.

Bent er á að sumarútsölum sé lokið og því hafi hækkað verð á fötum og skóm um 6,1 prósent.

Á móti kemur að frá mánaðamótum niðurgreiði Sjúkratryggingar Íslands tannlæknakostnað þriggja ára barna og 12 til 14 ára barna.

„Tekið var tillit til þessa við útreikning á vísitölu neysluverðs í september. Kerfisbreytingin leiddi til 4,1 prósents lækkunar á tannlækningalið vísitölunnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×