Viðskipti innlent

Fasteignaveltan eykst örlítið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 120 talsins.
Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 120 talsins. Mynd/Vilhelm
Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í fyrstu viku nóvember voru 120 talsins. Þar af voru 97 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og níu samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Á sama tíma var 11 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, 11 á Akureyri og 9 á Árborgarsvæðinu.

Heildarveltan var 3.534 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna.

Þetta er örlítið minni heildarvelta en á sama tíma í fyrra sem var 3.890 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×