Viðskipti innlent

HB Grandi kominn yfir leyfileg mörk á kvóta sínum

HB Grandi er kominn yfir leyfilegt hámark á fiskveiðikvótum mælt í þorskígildistonnum. HB Grandi er nú með 12,14% af heildarkvótanum en má ekki vera með meira en 12% samkvæmt lögum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fiskistofu. Þar segir að Fiskistofa muni bregst við þessu í samræmi við þau lög og reglur sem um þetta efni gilda. Þar er átt við að HB Granda gefst kostur á að breyta stöðunni eða koma með andmæli.

Litlar breytingar eru á hvaða fyrirtæki eru í efstu sætunum þegar kemur að úthlutuðum kvóta á þessu fiskveiðaári Sem fyrr eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. FISK-Seafood og Þorbjörn hafa sætaskipti, Fisk fer úr fjórða í þriðja sæti en Þorbjörn fellur úr þriðja í fjórða.

Síldarvinnslan kemur upp í fimmta sæti úr því níunda en Brim fellur úr fimmta í sjötta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×