Stóraukinn stuðningur við leigjendur Lúðvík Geirsson skrifar 17. apríl 2013 07:30 Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.Veruleg hækkun á mánuði Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða. Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.Mikilvægt réttlætismál Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót. Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun