Svanni hvetur konur til að stíga fram og láta drauma sína rætast Lovísa Eiríksdóttir skrifar 19. júní 2013 08:59 Frá kvennafrídeginum árið 2005. Ásdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svanna, segir að staða kvenna í atvinnulífinu hafi ekki breyst mikið síðan þá sem sýni að konur þurfi meiri hvatningu til að auka fjölbreytileika í samfélaginu. Fréttablaðið/Heiða Nýsköpunarsjóðurinn Svanni var endurreistur árið 2011 eftir að hafa legið í dvala í átta ár. Sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og velferðarráðuneytis en Vinnumálastofnun sér um umsýslu hans. Sjóðurinn er hluti af aðgerðaráætlun fyrri ríkisstjórnar um að auka jafnrétti og fjölbreytileika í atvinnulífinu sem og að hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Svanni er lánatryggingarsjóður sem er ætlaður konum í atvinnurekstri og nýsköpun. „Sjóðurinn á að hjálpa konum sem búa yfir góðum viðskiptahugmyndum til þess að hrinda hugmyndinni af stað,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum kvenna og umsjónarmaður Svanna. „Rannsóknir sýna fram á það að konur eru mun varkárari en karlar í atvinnulífinu og eru síður tilbúnar að veðsetja eignir sínar. Sjóðurinn virkar sem veð fyrir láni og lágmarkar því áhættu þessara kvenna,“ segir Ásdís og bætir við að markmiðið með sjóðnum sé að hvetja konur til að stíga fram og taka þátt í atvinnulífinu. Sjóðurinn var endurreistur eftir að úttekt var gerð árin 2010-2011 á stöðu kvenna í atvinnulífinu. „Úttektin leiddi það í ljós að staða kvenna í atvinnulífinu hefur í raun ekkert breyst. Í kringum fjórðungur fyrirtækja er í eigu kvenna á Íslandi og það er sama hlutfall og er víðast hvar í Evrópu,“ segir Ásdís sem telur þennan kost mjög mikilvægan fyrir konur til þess að auðvelda þeim að fjármagna góðar hugmyndir og bæta stöðu sína á markaði. Ásdís segir meginskilyrði fyrir láninu vera að fyrirtækið sé í eigu konu eða kvenna og að hugmyndin innihaldi einhvers konar nýnæmi. Umsóknir hjá Svanna hafa verið afgreiddar tvisvar á ári síðan árið 2011. Um sjötíu umsóknir hafa borist og alls þrettán konur hafa fengið ábyrgð hjá Svanna. Ásdís á von á því að afgreiddar verði fjórar umsóknir til viðbótar á næstu dögum, en tuttugu umsóknir bárust í vor. „Við erum með mikið af umsóknum sem tengjast hönnun og ferðaþjónustu,“ segir Ásdís sem telur tegund umsókna undirstrika mikla grósku á þessum sviðum. „Við veitum lán fyrir margs konar rekstrarkostnaði, svo sem markaðskostnaði, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar og aðföngum svo meira sé nefnt.“Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum kvenna og framkvæmdastjóri Svanna.Í sjóðnum eru samtals 140 milljónir króna sem koma annars vegar frá ríki og borg en hins vegar frá Landsbankanum sem veitir lánin á endanum. „Landsbankinn styður við verkefnið og tekur þátt í áhættunni með okkur,“ segir Ásdís en bætir við að ekkert hafi þó fallið á sjóðinn hingað til. Aðspurð hver stefnan sé eftir að verkefninu lýkur segir Ásdís að staðan verði tekin á þeim tíma. „Samþykktin um verkefnið er út árið 2014 og eftir það könnum við hversu vel verkefnið hefur heppnast. Árangur okkar er mældur í fjölda góðra hugmynda, úthlutun verkefna og því að við fáum greitt til baka. Við hvetjum bara flestar konur sem hafa góðar hugmyndir til að sækja um og láta slag standa,“ segir Ásdís. Ásdís bendir á að fjárhæðirnar sem sjóðurinn veitir séu alls ekki háar en muni þó verulega miklu fyrir lítil sprotafyrirtæki sem reyna að brúa bil á milli hugmyndar og veruleika. „Það er mun erfiðara að fá lítil lán hjá bönkum. Hugsunarháttur um að því hærri sem lánin eru því betri sé hugmyndin virðist enn vera ríkjandi í samfélaginu og því verður að breyta,“ segir Ásdís, sem undirstrikar mikilvægi þess að konur geti fengið hófleg lán og fái að stíga varlega til jarðar. Aðspurð hvort það sé endilega mikilvægt að hafa þennan valkost eingöngu fyrir konur segir Ásdís að því miður sé það þannig að enn halli á annað kynið. „Auðvitað myndi ég vilja að ekki þyrfti að taka til svona aðgerða og að meira jafnræði ríkti á atvinnumarkaðnum en allar rannsóknir sýna fram á það konur sækja síður um styrki og lán og því gefur auga leið að þær þurfa meiri hvatningu,“ segir Ásdís, sem telur að það verði að gæta þess að raddir allra heyrist í samfélaginu og að atvinnulífið sé fjölbreytt. „Á meðan aðeins fjórðungur fyrirtækja er í eigu kvenna er brýnt markmið að reyna að jafna hlutföllin með tímabundnum aðgerðum,“ segir Ásdís, sem fagnar því að landið viðurkenni að fjölbreytni sé góð og vinni að henni með markvissum hætti.Steinunn Ketilsdóttir, frumkvöðull og eigandi Wolcano Warmers.Framleiðir hitahlífar úr ull Steinunn Ketilsdóttir er viðskiptafræðingur og frumkvöðull. Hún er eigandi fyrirtækisins Volcano Warmers sem framleiðir hitahlífar úr ull fyrir fólk sem þjáist af verkjum í liðum og vöðvum en Steinunn fékk nýlega lánatryggingu hjá Svanna. „Hitahlífarnar minnka verki og bólgur og eiga að auka lífsgæði og vellíðan hjá fólki sem þjáist af stoðkerfisvanda,” segir Steinunn sem fékk hugmyndina eftir að hún handsaumaði ullarhlíf fyrir sambýlismann sinn sem var búinn að þjást daglega af hnjáverkjum eftir að hafa lent í bílslysi á unglingsaldri. „Hlífin virkaði það vel að við ákváðum í kjölfarið að stofna fyrirtæki og koma hitahlífunum á markað.” Steinunn segir að það hafi breytt miklu fyrir framkvæmd og uppbyggingu verkefnisins að fá ábyrgðina. „Við vorum að gera fyrsta erlenda sölusamninginn okkar á þessu ári. Eftirspurnin virðist vera mun meiri á erlendum mörkuðum en við gerðum okkur grein fyrir,” segir Steinunn sem er nú stödd í Bretlandi þar sem hún er í samningaviðræðum við mögulega samstarfsaðila í framleiðslu, fjármögnun og aðföngum. „Framleiðslutæknin í Bretlandi er mun tæknivæddari en heima á Íslandi og á eftir að breyta mjög miklu í framleiðslunni hjá okkur sem gerir þetta allt svo ólýsanlega spennandi og skemmtilegt.” Aðspurð hversu mikilvægt henni þykir að hafa sérstakan nýsköpunarsjóð fyrir konur til þess að hvetja þær til verka segir Steinunn það afar mikilvægt til að efla viðskiptalegt sjálfstraust kvenna og til þess að fleiri konur nái árangri með hugmyndir sínar. „Konur virðast vera hógværari í því að verðleggja framtíðarvirði hugmynda sinna sem gerir það að verkum að fjármögnunin verður mun erfiðari fyrir vikið,” segir Steinunn sem hefur aðeins eitt mottó þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðanir. „Það hefur nýst mér mjög vel að spyrja hvað sé það versta sem gæti gerst. Sú spurning auðveldar mér bæði að taka einfaldar ákvarðanir en jafnframt að taka erfiðar og djarfar ákvarðanir.”Svanhildur Sigurðardóttir, frumkvöðull og eigandi Sjávarsmiðjunnar á Reykhólum.Sauðfjárbóndi með sjávarsmiðju Svanhildur Sigurðardóttir er sauðfjárbóndi á Reykhólum og frumkvöðull. Hún er félagsliði og sjúkraþjálfi og starfar við umönnun aldraðra á Vestfjörðum. Hún fékk lánatryggingu hjá Svanna til að opna sinn eigin rekstur og stofnaði sprotafyrirtækið SjávarSmiðjuna sem sérhæfir sig í nýtingu sjávarfangs til meðferðar sem og almennra heilsubóta. SjávarSmiðjan rekur einnig heilsulind á Reykhólum, rétt við bóndabæinn, og býður þar upp á einstök þaraböð þar sem gæðavottuðu þarahráefni er blandað við heita hveravatnið á Reykhólum. „Þaraböðin eiga að stuðla að vellíðan og eru einstaklega góð fyrir húðina,” segir Svanhildur, sem einnig starfrækir kaffihús á svæðinu og selur sérstök baðsölt og sápur úr þara. „SjávarSmiðjan er bara opin á sumrin eins og er, en markmiðið er að hún verðir starfrækt allt árið,” segir Svanhildur. Ásamt lánatryggingu hjá Svanna er Svanhildur einnig tvisvar búin að fá styrk upp á eina milljón króna frá Nýsköpunarsjóði kvenna í atvinnulífinu. „Þetta hefði aldrei gengið ef það hefði ekki verið fyrir þessa styrki og lánveitingu hjá Svanna,” segir Svanhildur sem er hæstánægð með reksturinn og hlakkar til sumarsins á Reykhólum. Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Nýsköpunarsjóðurinn Svanni var endurreistur árið 2011 eftir að hafa legið í dvala í átta ár. Sjóðurinn er í eigu Reykjavíkurborgar, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og velferðarráðuneytis en Vinnumálastofnun sér um umsýslu hans. Sjóðurinn er hluti af aðgerðaráætlun fyrri ríkisstjórnar um að auka jafnrétti og fjölbreytileika í atvinnulífinu sem og að hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Svanni er lánatryggingarsjóður sem er ætlaður konum í atvinnurekstri og nýsköpun. „Sjóðurinn á að hjálpa konum sem búa yfir góðum viðskiptahugmyndum til þess að hrinda hugmyndinni af stað,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum kvenna og umsjónarmaður Svanna. „Rannsóknir sýna fram á það að konur eru mun varkárari en karlar í atvinnulífinu og eru síður tilbúnar að veðsetja eignir sínar. Sjóðurinn virkar sem veð fyrir láni og lágmarkar því áhættu þessara kvenna,“ segir Ásdís og bætir við að markmiðið með sjóðnum sé að hvetja konur til að stíga fram og taka þátt í atvinnulífinu. Sjóðurinn var endurreistur eftir að úttekt var gerð árin 2010-2011 á stöðu kvenna í atvinnulífinu. „Úttektin leiddi það í ljós að staða kvenna í atvinnulífinu hefur í raun ekkert breyst. Í kringum fjórðungur fyrirtækja er í eigu kvenna á Íslandi og það er sama hlutfall og er víðast hvar í Evrópu,“ segir Ásdís sem telur þennan kost mjög mikilvægan fyrir konur til þess að auðvelda þeim að fjármagna góðar hugmyndir og bæta stöðu sína á markaði. Ásdís segir meginskilyrði fyrir láninu vera að fyrirtækið sé í eigu konu eða kvenna og að hugmyndin innihaldi einhvers konar nýnæmi. Umsóknir hjá Svanna hafa verið afgreiddar tvisvar á ári síðan árið 2011. Um sjötíu umsóknir hafa borist og alls þrettán konur hafa fengið ábyrgð hjá Svanna. Ásdís á von á því að afgreiddar verði fjórar umsóknir til viðbótar á næstu dögum, en tuttugu umsóknir bárust í vor. „Við erum með mikið af umsóknum sem tengjast hönnun og ferðaþjónustu,“ segir Ásdís sem telur tegund umsókna undirstrika mikla grósku á þessum sviðum. „Við veitum lán fyrir margs konar rekstrarkostnaði, svo sem markaðskostnaði, vöruþróun, gerð viðskiptaáætlunar og aðföngum svo meira sé nefnt.“Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum kvenna og framkvæmdastjóri Svanna.Í sjóðnum eru samtals 140 milljónir króna sem koma annars vegar frá ríki og borg en hins vegar frá Landsbankanum sem veitir lánin á endanum. „Landsbankinn styður við verkefnið og tekur þátt í áhættunni með okkur,“ segir Ásdís en bætir við að ekkert hafi þó fallið á sjóðinn hingað til. Aðspurð hver stefnan sé eftir að verkefninu lýkur segir Ásdís að staðan verði tekin á þeim tíma. „Samþykktin um verkefnið er út árið 2014 og eftir það könnum við hversu vel verkefnið hefur heppnast. Árangur okkar er mældur í fjölda góðra hugmynda, úthlutun verkefna og því að við fáum greitt til baka. Við hvetjum bara flestar konur sem hafa góðar hugmyndir til að sækja um og láta slag standa,“ segir Ásdís. Ásdís bendir á að fjárhæðirnar sem sjóðurinn veitir séu alls ekki háar en muni þó verulega miklu fyrir lítil sprotafyrirtæki sem reyna að brúa bil á milli hugmyndar og veruleika. „Það er mun erfiðara að fá lítil lán hjá bönkum. Hugsunarháttur um að því hærri sem lánin eru því betri sé hugmyndin virðist enn vera ríkjandi í samfélaginu og því verður að breyta,“ segir Ásdís, sem undirstrikar mikilvægi þess að konur geti fengið hófleg lán og fái að stíga varlega til jarðar. Aðspurð hvort það sé endilega mikilvægt að hafa þennan valkost eingöngu fyrir konur segir Ásdís að því miður sé það þannig að enn halli á annað kynið. „Auðvitað myndi ég vilja að ekki þyrfti að taka til svona aðgerða og að meira jafnræði ríkti á atvinnumarkaðnum en allar rannsóknir sýna fram á það konur sækja síður um styrki og lán og því gefur auga leið að þær þurfa meiri hvatningu,“ segir Ásdís, sem telur að það verði að gæta þess að raddir allra heyrist í samfélaginu og að atvinnulífið sé fjölbreytt. „Á meðan aðeins fjórðungur fyrirtækja er í eigu kvenna er brýnt markmið að reyna að jafna hlutföllin með tímabundnum aðgerðum,“ segir Ásdís, sem fagnar því að landið viðurkenni að fjölbreytni sé góð og vinni að henni með markvissum hætti.Steinunn Ketilsdóttir, frumkvöðull og eigandi Wolcano Warmers.Framleiðir hitahlífar úr ull Steinunn Ketilsdóttir er viðskiptafræðingur og frumkvöðull. Hún er eigandi fyrirtækisins Volcano Warmers sem framleiðir hitahlífar úr ull fyrir fólk sem þjáist af verkjum í liðum og vöðvum en Steinunn fékk nýlega lánatryggingu hjá Svanna. „Hitahlífarnar minnka verki og bólgur og eiga að auka lífsgæði og vellíðan hjá fólki sem þjáist af stoðkerfisvanda,” segir Steinunn sem fékk hugmyndina eftir að hún handsaumaði ullarhlíf fyrir sambýlismann sinn sem var búinn að þjást daglega af hnjáverkjum eftir að hafa lent í bílslysi á unglingsaldri. „Hlífin virkaði það vel að við ákváðum í kjölfarið að stofna fyrirtæki og koma hitahlífunum á markað.” Steinunn segir að það hafi breytt miklu fyrir framkvæmd og uppbyggingu verkefnisins að fá ábyrgðina. „Við vorum að gera fyrsta erlenda sölusamninginn okkar á þessu ári. Eftirspurnin virðist vera mun meiri á erlendum mörkuðum en við gerðum okkur grein fyrir,” segir Steinunn sem er nú stödd í Bretlandi þar sem hún er í samningaviðræðum við mögulega samstarfsaðila í framleiðslu, fjármögnun og aðföngum. „Framleiðslutæknin í Bretlandi er mun tæknivæddari en heima á Íslandi og á eftir að breyta mjög miklu í framleiðslunni hjá okkur sem gerir þetta allt svo ólýsanlega spennandi og skemmtilegt.” Aðspurð hversu mikilvægt henni þykir að hafa sérstakan nýsköpunarsjóð fyrir konur til þess að hvetja þær til verka segir Steinunn það afar mikilvægt til að efla viðskiptalegt sjálfstraust kvenna og til þess að fleiri konur nái árangri með hugmyndir sínar. „Konur virðast vera hógværari í því að verðleggja framtíðarvirði hugmynda sinna sem gerir það að verkum að fjármögnunin verður mun erfiðari fyrir vikið,” segir Steinunn sem hefur aðeins eitt mottó þegar kemur að því að taka erfiðar ákvarðanir. „Það hefur nýst mér mjög vel að spyrja hvað sé það versta sem gæti gerst. Sú spurning auðveldar mér bæði að taka einfaldar ákvarðanir en jafnframt að taka erfiðar og djarfar ákvarðanir.”Svanhildur Sigurðardóttir, frumkvöðull og eigandi Sjávarsmiðjunnar á Reykhólum.Sauðfjárbóndi með sjávarsmiðju Svanhildur Sigurðardóttir er sauðfjárbóndi á Reykhólum og frumkvöðull. Hún er félagsliði og sjúkraþjálfi og starfar við umönnun aldraðra á Vestfjörðum. Hún fékk lánatryggingu hjá Svanna til að opna sinn eigin rekstur og stofnaði sprotafyrirtækið SjávarSmiðjuna sem sérhæfir sig í nýtingu sjávarfangs til meðferðar sem og almennra heilsubóta. SjávarSmiðjan rekur einnig heilsulind á Reykhólum, rétt við bóndabæinn, og býður þar upp á einstök þaraböð þar sem gæðavottuðu þarahráefni er blandað við heita hveravatnið á Reykhólum. „Þaraböðin eiga að stuðla að vellíðan og eru einstaklega góð fyrir húðina,” segir Svanhildur, sem einnig starfrækir kaffihús á svæðinu og selur sérstök baðsölt og sápur úr þara. „SjávarSmiðjan er bara opin á sumrin eins og er, en markmiðið er að hún verðir starfrækt allt árið,” segir Svanhildur. Ásamt lánatryggingu hjá Svanna er Svanhildur einnig tvisvar búin að fá styrk upp á eina milljón króna frá Nýsköpunarsjóði kvenna í atvinnulífinu. „Þetta hefði aldrei gengið ef það hefði ekki verið fyrir þessa styrki og lánveitingu hjá Svanna,” segir Svanhildur sem er hæstánægð með reksturinn og hlakkar til sumarsins á Reykhólum.
Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira