Viðskipti innlent

Ný uppfærsla tekin í notkun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Rafræn ávísun lyfja leysir ýmsan vanda.
Rafræn ávísun lyfja leysir ýmsan vanda. Fréttablaðið/Valli
Tekin hefur verið í notkun ný útgáfa lyfjaumsýslukerfisins Therapy frá Dojo Software. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsemi í Danmörku og Hollandi.

„Nú geta læknar á sjúkrahúsunum St. Elizabeth og TweeSteden í Tilburg í Hollandi ávísað rafrænt virkum efnum lyfja án þess að tiltaka sérlyf,“ segir í tilkynningu Dojo Software.

Kerfið var uppfært um mánaðamótin, en eldri útgáfa hefur verið í notkun á sjúkrahúsunum í tæpan áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×