Viðskipti innlent

Átta sagt upp hjá slitastjórn Kaupþings

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Átta starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá slitastjórn Kaupþings. Feldís Lilja Óskarsdóttir, sem sæti á í slitasjórn, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag.

„Kaupþing hefur, eins og oft hefur komið fram, stefnt að nauðarsamningi um nokkurt skeið. Í ljósi þess að það mun ekki ganga í gegn á næstunni, þar sem við bíðum svara frá Seðlabanka Íslands, þá þurfti að fara í ákveðna endurskipulagningu innanhúss hjá okkur," segir Feldís.

Hún segir ekki um fyrstu uppsagnir hjá slitastjórninni að ræða en töluvert sé síðan þurfti að segja fólki upp síðast.

„Allir þessir starfsmenn voru að vinna í verkefnum sem var nánast lokið. Af þeim sökum var ástæða til þess að fækka í hópnum," segir Feldís. Hún á ekki von á frekari uppsögnum.

„Nei, það eru ekki fyrirséðar neinar frekari uppsagnir hjá okkur," segir Feldís. Starfsmennirnir höfðu ýmist þriggja eða sex mánaða uppsagnarfrest í starfssamningi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×