Viðskipti innlent

Veltan jókst um 734% í janúar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mest viðskiptin voru með bréf í Icelandair.
Mest viðskiptin voru með bréf í Icelandair.
Það er óhætt að segja að það hafi lifnað yfir viðskiptum í Kauphöll Íslands á liðnum mánuðum.

Viðskipti með hlutabréf í janúar námu 27,4 milljörðum króna, eða 1245 milljónum á dag að meðaltali. Þetta kemur fram í yfirliti sem Kauphöllin sendi fjölmiðlum í dag. Þetta er 734% aukning á milli ára, en veltan var 149 milljónir á dag í janúar fyrir ári síðan. Þá jókst veltan um 74% frá fyrri mánuði, en viðskipti í desember námu að meðaltali 715 milljónum á dag.

Mest voru viðskiptin í janúar með bréf Icelandair Group, eða 7,6 milljarðar, viðskipti með bréf Eimskips námu 5,1 milljarði og viðskipti með bréf í Marel námu 4,8 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×