Viðskipti innlent

Mæla stofnstærð botnfiska í haustralli

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lagt úr höfn. Í haustralli Hafró eru líka tekin sýni til mengunarmælinga og vegna háskólakennslu.
Lagt úr höfn. Í haustralli Hafró eru líka tekin sýni til mengunarmælinga og vegna háskólakennslu. Fréttablaðið/Anton
Stofnmæling botnfiska að haustlagi, eða „haustrall“, hófst í 18. sinn núna um mánaðamótin hjá Hafrannsóknastofnun (Hafró).

Haustrallið er sagt eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafró, þar sem á einum mánuði er togað á 387 stöðvum allt í kringum landið.

„Bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, taka þátt í verkefninu,“ segir á vef Hafró.

Sérstök áhersla er lögð á mælingar á grálúðu, djúpkarfa, þorski og ýsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×