Viðskipti innlent

Komutímar Icelandair og Wow Air standast síður

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Íslensku flugfélögin sein að Leifsstöð.
Íslensku flugfélögin sein að Leifsstöð. Mynd/Valli
Um tuttugu prósent ferða Icelandair og Wow Air voru ekki á réttum tíma í síðastliðnum mánuði. Vefsíðan Túristi greinir frá þessu. Samkvæmt útreikningum síðunnar eru það komutímarnir í Keflavík sem standast síður en brottfarartímar.

Hjá Wow Air lögðu flugvélar upp að Leifsstöð á réttum tíma í 69 prósent tilvika í september en í 77 prósent tilvika hjá Icelandair. Hlutfall brottfara á réttum tíma hjá Icelandair var 87,4 prósent en hjá Wow Air var hlutfallið 88,4 prósent. Meðaltöf á ferðum félaganna tveggja var 2 til 8 mínútur. Til samanburðar héldu komutímar fimmtíu stærstu flugfélaga Evrópu í 85 prósent tilfella í ágúst samkvæmt tölum greiningafyrirtækisins Flightstats.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×