Innlent

Lögreglan braut lög um persónuvernd

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Í bréfi frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til Persónuverndar frá 30. apríl kemur fram að umræddur starfsmaður geri sér grein fyrir mistökum sínum og hafi óskað eftir að koma á framfæri afsökunarbeiðni til þolanda vegna þess.
Í bréfi frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til Persónuverndar frá 30. apríl kemur fram að umræddur starfsmaður geri sér grein fyrir mistökum sínum og hafi óskað eftir að koma á framfæri afsökunarbeiðni til þolanda vegna þess. mynd/anton
Starfsmaður tilkynningar- og boðunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu braut lög þegar hann greindi ættingja einstaklings frá kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir.

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að embættið hafi staðfest tilvikin sem lögmaður brotaþola kvartaði undan en starfsmaðurinn greindi ættingjanum frá ofbeldinu í tveimur símtölum og braut við það lög um persónuvernd. Telur þolandi að upplýsingarnar hafi verið eins viðkvæmar og þær gátu verið.

Í bréfi frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til Persónuverndar frá 30. apríl kemur fram að umræddur starfsmaður geri sér grein fyrir mistökum sínum og hafi óskað eftir að koma á framfæri afsökunarbeiðni til þolanda vegna þess.

Samkvæmt lögum hvílir þagnarskylda á lögreglumönnum og öðru starfsliði lögreglu um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna.

Samkæmt úrskurði Persónuverndar liggur fyrir að í umræddum símtölum hafi verið veittar upplýsingar um mál í tilefni af kæru kvartanda sem féllu undir fyrrnefnda þagnarskyldu samkvæmt framangreindu. Fyrir 1. desember skal lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsa Persónuvernd um til hvaða ráðstafana hún hafi þá gripið til að girða fyrir að slík öryggisatvik og hér um ræðir endurtaki sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×