Viðskipti innlent

Leiguverð fer lækkandi í borginni

Leiguverð fer nú lækkandi í höfuðborginni. Vísitala leiguverðs á í borginni lækkaði um 0,8% í desember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Þar segir að síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,5% en síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 6,4%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×