Risaverkefni bíður í Barcelona Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 19. janúar 2013 06:00 Þórir Ólafsson og Kári Kristánsson fagna sigri á móti Katar. Mynd/Vilhelm Ísland mætir Frakklandi í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta á sunnudaginn í Barcelona. Óvæntur sigur Þjóðverjar gegn Ólympíu- og heimsmeistaraliði Frakka í gær gerði það að verkum að Frakkar enduðu í öðru sæti og mæta þar Íslendingum, sem enduðu í þriðja sæti B-riðils. Öruggur 39-29 sigur Íslands gegn Katar var alltaf skylduverkefni fyrir íslenska liðið en tapið gegn Rússum í fyrsta leiknum í riðlinum reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. „Við unnum þrjá leiki af fimm. Og ég er ánægður með sigurleikina en það vantaði aðeins meiri skynsemi í sóknarleikinn gegn Rússum. Og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik gegn Dönum var góður. Rússaleikurinn var lykilleikur og við erum í þeirri stöðu að mæta Frökkum og við því er ekkert að gera," sagði Aron Kristjánsson þjálfari í gærkvöld. Það var stórfurðulegt að horfa á leik Dana og Makedóníumanna í gær, þar sem Makedónía gat valið sér mótherja með því að tapa leiknum. Með sigri hefði Makedónía farið upp fyrir Ísland í þriðja sæti og mætt Frökkum, en Þjóðverjar yrðu mótherjar Makedóníu ef liðið tapaði. Kiril Lazarov og félagar hans í Makedóníu héldu spennunni í gangi fram eftir síðari hálfleik en þetta var leikur sem þeir ætluðu sér aldrei að vinna. Danir höfðu betur, 33-30, og kom það engum á óvart. „Það er alltaf skrýtið að upplifa svona leiki – en þetta er nokkuð sem handboltinn glímir við, það er bara einn leikstaður í riðlunum og ekki hægt að láta alla leikina fara fram á sama tíma. Sem væri besta lausnin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, þar sem hann horfði á lokasekúndurnar í leik Frakka og Þjóðverja á sjónvarpsskjá í aðstöðu fréttamanna. „Frakkar eru ekki óskamótherjinn – við höfum sagt það áður," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, sem skoraði 4 mörk úr 6 tilraunum. Við verðum bara að taka því og gera það eins vel og hægt er. Það vita það allir að Frakkar eru sigurstranglegri í þeim leik. Við reynum að taka það jákvæða með okkur og mætum hressir í 16 liða úrslitin. Leikurinn gegn Katar í gærkvöld í San Pablo-höllinni fer ekki í sögubækurnar fyrir tilþrif eða snilldarhandbolta. Það tók íslenska liðið um 15 mínútur að hrista lið Katar af sér, og 10 marka sigur var síst of stór. Aron Kristjánsson þjálfari leyfði yngri leikmönnum að spreyta sig í síðari hálfleik þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. Aron sýndi þeim mikið traust í riðlakeppninni. Markvörðurinn ungi Aron Rafn Eðvarðsson er reynslunni ríkari, sem og þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Gústafsson, svo einhverjir séu nefndir. Aron er án efa að horfa lengra fram í tímann og styrkir þar með leikmannahópinn fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku 2014 – ef liðið kemst þangað. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Ísland mætir Frakklandi í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta á sunnudaginn í Barcelona. Óvæntur sigur Þjóðverjar gegn Ólympíu- og heimsmeistaraliði Frakka í gær gerði það að verkum að Frakkar enduðu í öðru sæti og mæta þar Íslendingum, sem enduðu í þriðja sæti B-riðils. Öruggur 39-29 sigur Íslands gegn Katar var alltaf skylduverkefni fyrir íslenska liðið en tapið gegn Rússum í fyrsta leiknum í riðlinum reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. „Við unnum þrjá leiki af fimm. Og ég er ánægður með sigurleikina en það vantaði aðeins meiri skynsemi í sóknarleikinn gegn Rússum. Og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik gegn Dönum var góður. Rússaleikurinn var lykilleikur og við erum í þeirri stöðu að mæta Frökkum og við því er ekkert að gera," sagði Aron Kristjánsson þjálfari í gærkvöld. Það var stórfurðulegt að horfa á leik Dana og Makedóníumanna í gær, þar sem Makedónía gat valið sér mótherja með því að tapa leiknum. Með sigri hefði Makedónía farið upp fyrir Ísland í þriðja sæti og mætt Frökkum, en Þjóðverjar yrðu mótherjar Makedóníu ef liðið tapaði. Kiril Lazarov og félagar hans í Makedóníu héldu spennunni í gangi fram eftir síðari hálfleik en þetta var leikur sem þeir ætluðu sér aldrei að vinna. Danir höfðu betur, 33-30, og kom það engum á óvart. „Það er alltaf skrýtið að upplifa svona leiki – en þetta er nokkuð sem handboltinn glímir við, það er bara einn leikstaður í riðlunum og ekki hægt að láta alla leikina fara fram á sama tíma. Sem væri besta lausnin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, þar sem hann horfði á lokasekúndurnar í leik Frakka og Þjóðverja á sjónvarpsskjá í aðstöðu fréttamanna. „Frakkar eru ekki óskamótherjinn – við höfum sagt það áður," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, sem skoraði 4 mörk úr 6 tilraunum. Við verðum bara að taka því og gera það eins vel og hægt er. Það vita það allir að Frakkar eru sigurstranglegri í þeim leik. Við reynum að taka það jákvæða með okkur og mætum hressir í 16 liða úrslitin. Leikurinn gegn Katar í gærkvöld í San Pablo-höllinni fer ekki í sögubækurnar fyrir tilþrif eða snilldarhandbolta. Það tók íslenska liðið um 15 mínútur að hrista lið Katar af sér, og 10 marka sigur var síst of stór. Aron Kristjánsson þjálfari leyfði yngri leikmönnum að spreyta sig í síðari hálfleik þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. Aron sýndi þeim mikið traust í riðlakeppninni. Markvörðurinn ungi Aron Rafn Eðvarðsson er reynslunni ríkari, sem og þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Gústafsson, svo einhverjir séu nefndir. Aron er án efa að horfa lengra fram í tímann og styrkir þar með leikmannahópinn fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku 2014 – ef liðið kemst þangað.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira