Risaverkefni bíður í Barcelona Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 19. janúar 2013 06:00 Þórir Ólafsson og Kári Kristánsson fagna sigri á móti Katar. Mynd/Vilhelm Ísland mætir Frakklandi í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta á sunnudaginn í Barcelona. Óvæntur sigur Þjóðverjar gegn Ólympíu- og heimsmeistaraliði Frakka í gær gerði það að verkum að Frakkar enduðu í öðru sæti og mæta þar Íslendingum, sem enduðu í þriðja sæti B-riðils. Öruggur 39-29 sigur Íslands gegn Katar var alltaf skylduverkefni fyrir íslenska liðið en tapið gegn Rússum í fyrsta leiknum í riðlinum reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. „Við unnum þrjá leiki af fimm. Og ég er ánægður með sigurleikina en það vantaði aðeins meiri skynsemi í sóknarleikinn gegn Rússum. Og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik gegn Dönum var góður. Rússaleikurinn var lykilleikur og við erum í þeirri stöðu að mæta Frökkum og við því er ekkert að gera," sagði Aron Kristjánsson þjálfari í gærkvöld. Það var stórfurðulegt að horfa á leik Dana og Makedóníumanna í gær, þar sem Makedónía gat valið sér mótherja með því að tapa leiknum. Með sigri hefði Makedónía farið upp fyrir Ísland í þriðja sæti og mætt Frökkum, en Þjóðverjar yrðu mótherjar Makedóníu ef liðið tapaði. Kiril Lazarov og félagar hans í Makedóníu héldu spennunni í gangi fram eftir síðari hálfleik en þetta var leikur sem þeir ætluðu sér aldrei að vinna. Danir höfðu betur, 33-30, og kom það engum á óvart. „Það er alltaf skrýtið að upplifa svona leiki – en þetta er nokkuð sem handboltinn glímir við, það er bara einn leikstaður í riðlunum og ekki hægt að láta alla leikina fara fram á sama tíma. Sem væri besta lausnin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, þar sem hann horfði á lokasekúndurnar í leik Frakka og Þjóðverja á sjónvarpsskjá í aðstöðu fréttamanna. „Frakkar eru ekki óskamótherjinn – við höfum sagt það áður," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, sem skoraði 4 mörk úr 6 tilraunum. Við verðum bara að taka því og gera það eins vel og hægt er. Það vita það allir að Frakkar eru sigurstranglegri í þeim leik. Við reynum að taka það jákvæða með okkur og mætum hressir í 16 liða úrslitin. Leikurinn gegn Katar í gærkvöld í San Pablo-höllinni fer ekki í sögubækurnar fyrir tilþrif eða snilldarhandbolta. Það tók íslenska liðið um 15 mínútur að hrista lið Katar af sér, og 10 marka sigur var síst of stór. Aron Kristjánsson þjálfari leyfði yngri leikmönnum að spreyta sig í síðari hálfleik þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. Aron sýndi þeim mikið traust í riðlakeppninni. Markvörðurinn ungi Aron Rafn Eðvarðsson er reynslunni ríkari, sem og þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Gústafsson, svo einhverjir séu nefndir. Aron er án efa að horfa lengra fram í tímann og styrkir þar með leikmannahópinn fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku 2014 – ef liðið kemst þangað. Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira
Ísland mætir Frakklandi í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta á sunnudaginn í Barcelona. Óvæntur sigur Þjóðverjar gegn Ólympíu- og heimsmeistaraliði Frakka í gær gerði það að verkum að Frakkar enduðu í öðru sæti og mæta þar Íslendingum, sem enduðu í þriðja sæti B-riðils. Öruggur 39-29 sigur Íslands gegn Katar var alltaf skylduverkefni fyrir íslenska liðið en tapið gegn Rússum í fyrsta leiknum í riðlinum reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið. „Við unnum þrjá leiki af fimm. Og ég er ánægður með sigurleikina en það vantaði aðeins meiri skynsemi í sóknarleikinn gegn Rússum. Og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik gegn Dönum var góður. Rússaleikurinn var lykilleikur og við erum í þeirri stöðu að mæta Frökkum og við því er ekkert að gera," sagði Aron Kristjánsson þjálfari í gærkvöld. Það var stórfurðulegt að horfa á leik Dana og Makedóníumanna í gær, þar sem Makedónía gat valið sér mótherja með því að tapa leiknum. Með sigri hefði Makedónía farið upp fyrir Ísland í þriðja sæti og mætt Frökkum, en Þjóðverjar yrðu mótherjar Makedóníu ef liðið tapaði. Kiril Lazarov og félagar hans í Makedóníu héldu spennunni í gangi fram eftir síðari hálfleik en þetta var leikur sem þeir ætluðu sér aldrei að vinna. Danir höfðu betur, 33-30, og kom það engum á óvart. „Það er alltaf skrýtið að upplifa svona leiki – en þetta er nokkuð sem handboltinn glímir við, það er bara einn leikstaður í riðlunum og ekki hægt að láta alla leikina fara fram á sama tíma. Sem væri besta lausnin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, þar sem hann horfði á lokasekúndurnar í leik Frakka og Þjóðverja á sjónvarpsskjá í aðstöðu fréttamanna. „Frakkar eru ekki óskamótherjinn – við höfum sagt það áður," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, sem skoraði 4 mörk úr 6 tilraunum. Við verðum bara að taka því og gera það eins vel og hægt er. Það vita það allir að Frakkar eru sigurstranglegri í þeim leik. Við reynum að taka það jákvæða með okkur og mætum hressir í 16 liða úrslitin. Leikurinn gegn Katar í gærkvöld í San Pablo-höllinni fer ekki í sögubækurnar fyrir tilþrif eða snilldarhandbolta. Það tók íslenska liðið um 15 mínútur að hrista lið Katar af sér, og 10 marka sigur var síst of stór. Aron Kristjánsson þjálfari leyfði yngri leikmönnum að spreyta sig í síðari hálfleik þegar ljóst var að sigurinn var í höfn. Aron sýndi þeim mikið traust í riðlakeppninni. Markvörðurinn ungi Aron Rafn Eðvarðsson er reynslunni ríkari, sem og þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Gústafsson, svo einhverjir séu nefndir. Aron er án efa að horfa lengra fram í tímann og styrkir þar með leikmannahópinn fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku 2014 – ef liðið kemst þangað.
Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira