Handbolti

Hvít-Rússar komnir í sextán liða úrslit

Hvít-Rússar fagna í dag.
Hvít-Rússar fagna í dag.
Hvít-Rússar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM í handbolta með öruggum sigri á Sádi Arabíu. Egyptaland sá svo til þess að Ástralía fékk ekki stig á þessi móti líkt og venjulega.

Hvít-Rússar völtuðu yfir Sádi Arabíu. Leiddu 18-5 í hálfleik og unnu að lokum með 18 marka mun, 33-15. Hvít-Rússar mæta Serbum eða Slóvenum í 16-liða úrslitum.

Egyptar lentu ekki heldur í neinum vandræðum með Ástrala. Leiddu 25-8 í hálfleik og unnu að lokum 39-14. Bæði lið eru úr leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×