Handbolti

Ungverjar unnu öruggan sigur á Alsír

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.
Riðlakeppni HM í handbolta er lokið. Ungverjar unnu öruggan sigur á Alsír, 29-26, í lokaleik riðlakeppninnar. Yfirburðir Ungverja voru talsverðir strax frá upphafi. Þeir leiddu með sex mörkum, 14-8, í hálfleik.

Ungverjar voru með örugga stöðu allan síðari hálfleik en Alsírbúar náðu að minnka muninn á lokamínútunum.

Ungverjar höfnuðu í þriðja sæti D-riðils en Alsírbúar eru úr leik í mótinu.

Mate Lekai, Gabor Ancsin og Gergely Harsanyi skoruðu allir imm mörk fyrir Ungverja sem voru með tæplega 68 prósent skotnýtingu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×