Viðskipti innlent

Komu í veg fyrir langvarandi deilur fyrir dómstólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn Kaupþings og sautján íslenskir lífeyrissjóðir hafa náð samkomulagi um uppgjör á afleiðusamningum. Slitastjórn Kaupþings segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi fyrir báða aðila þar sem það eyði óvissu um eignir og skuldir aðila sem að öðrum kosti hefði þurft að útkljá með langvarandi málarekstri fyrir dómstólum.

Undir samkomulagið falla allar kröfur aðila á hendur hvorum öðrum vegna gjaldmiðlavarna- og vaxtaskiptasamninga auk annarra afleiðusamninga sem gerðir voru til að draga úr gengis- og vaxtaáhættu í eignasöfnum lífeyrissjóðanna, segir á vef slitastjórnarinnar. Þá segir að samkvæmt útreikningum lífeyrissjóðanna muni samkomulagið ekki leiða af sér breytingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×