Viðskipti innlent

Vefur Vífilfells kominn í lag á ný

Brotist var í nótt inn í tölvukerfi þjónustufyrirtækis, sem m.a. hýsir vef Vífilfells hf. Um var að ræða svokallaða tölvuhakkara, sem skildu eftir sig stutt skilaboð á tyrknesku á vefsíðu Vífilfells hf.

Í tilkynningu segir að öryggisafrit eru til af öllu efni síðunnar og því olli þessi óvænta heimsókn fyrst og fremst óþægindum en hafði engin áhrif á starfsemi fyrirtækisins.

Strax og uppgötvaðist í morgun að átt hefði verið við síðuna voru skilaboðin fjarlægð og vinna hafin við að setja vefsíðuna upp á ný. Hún er nú komin í samt lag.

Vífilfell hf. mun hins vegar í framhaldi af þessu yfirfara öll öryggismál í tengslum við vefsíðu fyrirtækisins í samvinnu við hýsingaraðila til þess að fyrirbyggja að svona atvik geti endurtekið sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×