Viðskipti innlent

Sigurður samþykkti að borga þrotabúinu 130 milljónir

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur samið við þrotabú Kaupþings um að greiða rúmlega 92 milljónir japanskra jena, eða um 130 milljónir króna.

Kaupþing stefndi Sigurði vegna skuldamáls í ágúst árið 2010 og var það þingfest þann 7. september sama ár þar sem Sigurður krafðist sýknu. Málið var svo tekið fyrir í byrjun árs 2011 en því ávallt frestað á þeim grundvelli að aðilar væru að leita sátta í málinu.

Sú sátt náðist þann 10. janúar síðastliðinn, eða um tveimur og hálfu frá því að stefnan var birt. Sigurður samþykkti að greiða upphæðina.

Þrotabúið og Sigurður voru þó ekki sammála um málskostnað, vegna málarekstursins í héraðsdómi, og ákvað dómari að Sigurður skyldi greiða þrotabúinu 600 þúsund krónur í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×