Gríðarlegt inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. janúar 2013 11:09 Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Seðlabankinn er búinn að kaupa krónur fyrir 9 milljónir evra það sem af er degi í þremur viðskiptum. Með þessu er hann að bregðast við veikingu krónunnar það sem af er á árinu. Viðskiptin eru öllu meira en þau voru á gamlársdag, síðast þegar Seðlabankinn greip til svipaðra aðgerða. Styrking krónunnar vegna inngripsins nemur um 1,5%. „Það sem við erum aðallega að velta fyrir okkur er að það liggur ekki alveg fyrir hver strategían er og hvað það er sem bankinn er að hugsa. hvort hann sé tilbúinn að styðja við gengi krónunnar með frekari inngripum á næstunni," segir Hafsteinn Gunnar Hauksson hjá Greiningu Arion banka. „Ef útflæðið verður áfram mikið og Seðlabankinn ætlar bara að vera á markaðnum til að styðja við gengið þá mun það bara koma mjög illa við gjaldeyrisforðann okkar," segir Hafsteinn.Hafsteinn Gunnar Hauksson hjá Greiningardeild Arion banka. Hafsteinn bendir aftur á móti á að Seðlabankinn ætti að hafa betri yfirsýn yfir þá aðila sem eru að kaupa upp í gjalddaga og ætti að vita hvað þeir eru komnir langt í sinni gjaldeyrissöfnun. „Þannig að ef hann telur sig vita að það er eitthvað að slakna á útflæðinu eða það að fara að minnka, þá er þetta jákvæð aðgerð," segir Hafsteinn. Þá sé verið að senda jákvæð skilaboð inn á markaðinn, sérstaklega ef það er útlit fyrir að einhverjir sem eru að halda að sér höndum séu núna að fara með Seðlabankanum á markaðinn. „En hann þarf þá að vera viss um að það sé þetta sem sé að fara að gerast," segir Hafsteinn og bendir á að bankinn hafi skapað væntingar um að útflæði í aðdraganda síðustu áramóta hafi verið tímabundið, sem síðan hafi ekki staðist. Hann segir að það væri ágætt ef markaðurinn vissi betur hvað bankinn er að hugsa. Vísir sendi fyrirspurn á Seðlabanka Íslands vegna viðskiptanna. Þar fengust þau svör að upplýsingar um viðskipti Seðlabankans á millibankamarkaði séu birtar með tveggja daga töf. Seðlabankinn hafi þá stefnu að eiga viðskipti á gjaldeyrismarkaði þegar þörf krefur í því skyni að draga úr gengissveiflum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn er búinn að kaupa krónur fyrir 9 milljónir evra það sem af er degi í þremur viðskiptum. Með þessu er hann að bregðast við veikingu krónunnar það sem af er á árinu. Viðskiptin eru öllu meira en þau voru á gamlársdag, síðast þegar Seðlabankinn greip til svipaðra aðgerða. Styrking krónunnar vegna inngripsins nemur um 1,5%. „Það sem við erum aðallega að velta fyrir okkur er að það liggur ekki alveg fyrir hver strategían er og hvað það er sem bankinn er að hugsa. hvort hann sé tilbúinn að styðja við gengi krónunnar með frekari inngripum á næstunni," segir Hafsteinn Gunnar Hauksson hjá Greiningu Arion banka. „Ef útflæðið verður áfram mikið og Seðlabankinn ætlar bara að vera á markaðnum til að styðja við gengið þá mun það bara koma mjög illa við gjaldeyrisforðann okkar," segir Hafsteinn.Hafsteinn Gunnar Hauksson hjá Greiningardeild Arion banka. Hafsteinn bendir aftur á móti á að Seðlabankinn ætti að hafa betri yfirsýn yfir þá aðila sem eru að kaupa upp í gjalddaga og ætti að vita hvað þeir eru komnir langt í sinni gjaldeyrissöfnun. „Þannig að ef hann telur sig vita að það er eitthvað að slakna á útflæðinu eða það að fara að minnka, þá er þetta jákvæð aðgerð," segir Hafsteinn. Þá sé verið að senda jákvæð skilaboð inn á markaðinn, sérstaklega ef það er útlit fyrir að einhverjir sem eru að halda að sér höndum séu núna að fara með Seðlabankanum á markaðinn. „En hann þarf þá að vera viss um að það sé þetta sem sé að fara að gerast," segir Hafsteinn og bendir á að bankinn hafi skapað væntingar um að útflæði í aðdraganda síðustu áramóta hafi verið tímabundið, sem síðan hafi ekki staðist. Hann segir að það væri ágætt ef markaðurinn vissi betur hvað bankinn er að hugsa. Vísir sendi fyrirspurn á Seðlabanka Íslands vegna viðskiptanna. Þar fengust þau svör að upplýsingar um viðskipti Seðlabankans á millibankamarkaði séu birtar með tveggja daga töf. Seðlabankinn hafi þá stefnu að eiga viðskipti á gjaldeyrismarkaði þegar þörf krefur í því skyni að draga úr gengissveiflum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira