Aron: Danir verða heimsmeistarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2013 07:00 Henrik Möllgaard hefur komið mjög sterkur inn í danska liðið á HM og tryggði þeim sæti í undanúrslitum. Nordic Photos / AFP Undanúrslit á HM á Spáni fara fram í kvöld. Þá mæta heimamenn liði Slóvena í fyrri leik kvöldsins en síðari leikurinn er viðureign Dana og Króata. Margir eru á því að það sé hreinlega úrslitaleikur mótsins. „Þetta er úrslitaleikur mótsins að mínu mati. Liðin sem hafa þurft að fara þennan legg upp í úrslit voru alltaf að fara að vinna að mínu mati. Mótið hefur verið gert upp þarna megin. Þetta verður gríðarlega jafn leikur hjá Dönum og Króötum," segir Aron og bætir við. „Danir voru í smá vandræðum með varnarleikinn þar til þeir fengu Kasper Nielsen inn. Línuspil andstæðinganna hefur gengið verr eftir það. Ég get alveg viðurkennt að ég held aðeins með Dönum eftir að hafa búið í Danmörku lengi en ég spái þeim engu að síður sigri." Króatíska liðið hefur komið mörgum á óvart í mótinu. Það mætti án Ivano Balic, sem hefur verið einn besti handboltamaður heims undanfarin ár, og svo missti liðið stórskyttuna Blazenko Lackovic á mótinu er hann meiddist. Engu að síður völtuðu þeir yfir Frakka.Öðruvísi Króatar án Balic „Það er miklu betri andi og liðsheild í króatíska hópnum núna en oft áður. Það virtist oft vera stríð á milli Balic, þjálfarans og fjölmiðla á sínum tíma. Núna er meiri samstaða í liðinu og menn að vinna saman og í sömu átt. Meðan vel gengur eru Króatarnir stórhættulegir. Liðin af Balkanskaganum eflast þegar líður á svona mót," segir Aron en það virðist litlu breyta hjá Króötum þó svo þeir séu með fjóra nýliða. Þeir eru samt frábærir. „Þeir eiga mikinn hóp af leikmönnum sem hafa verið á toppnum í alþjóðabolta í mörg ár. Þeir eiga aragrúa af leikmönnum og nýir menn eru fljótir að aðlagast því sem er verið að gera í landsliðinu. Allir koma þeir úr góðum handboltaskóla í sínu heimalandi." Danir völtuðu yfir Ungverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í átta liða úrslitum. Þeir gáfu svo mikið eftir í síðari hálfleik og voru ekki fjarri því að kasta leiknum frá sér. Þurfa þeir ekkert að hafa áhyggjur af því? „Ég held að þeir hafi verið værukærir. Það má ekki gefa þumlung eftir í þessu sporti, þá er hægt að fá það í bakið. Það gerðist hjá Dönum. Þetta virtist vera of létt hjá þeim í fyrri hálfleik og spurning hvort þeir hafi ekki sofnað á verðinum í þeim seinni. Ég held að það gerist ekki aftur og Danir vinna þennan hörkuleik á meiri breidd og betri markvörslu." Slóvenar hafa komið allra liða mest á óvart og þetta skemmtilega lið fær nú að glíma við ógnarsterkt lið heimamanna í undanúrslitum.Skemmtilegir Slóvenar „Slóvenar eru með mjög gott lið. Þarna er kominn hópur af ungum og góðum handboltamönnum sem hafa mikinn leikskilning. Þeir eru vel spilandi. Svo er það Uros Zorman sem stýrir sóknarleiknum en hann er afar klókur leikmaður, reyndur og í algjöru lykilhlutverki hjá þeim. Þegar markvarslan er í lagi hjá þeim eru þeir virkilega hættulegir," sagði Aron en hann heldur engu að síður að Spánn sé of stór biti fyrir slóvenska liðið. „Spánverjar hafa spilað sterka vörn, eru með frábæran markmann og stórhættuleg hraðaupphlaup. Ég held að þessir styrkleikar og heimavöllurinn muni skila þeim inn í úrslitaleikinn," sagði Aron sem hefur smá áhyggjur af sóknarleik heimamanna. „Þeir eru ekki eins sterkir og oft áður. Þeir eru auðvitað með línuspil á heimsmælikvarða en eru ekki eins hættulegir fyrir utan og oft áður." Samkvæmt spá landsliðsþjálfarans verður úrslitaleikurinn því á milli Dana og Spánverja. Hvernig fer sá leikur? „Danmörk vinnur. Ég efast ekkert um það." Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Undanúrslit á HM á Spáni fara fram í kvöld. Þá mæta heimamenn liði Slóvena í fyrri leik kvöldsins en síðari leikurinn er viðureign Dana og Króata. Margir eru á því að það sé hreinlega úrslitaleikur mótsins. „Þetta er úrslitaleikur mótsins að mínu mati. Liðin sem hafa þurft að fara þennan legg upp í úrslit voru alltaf að fara að vinna að mínu mati. Mótið hefur verið gert upp þarna megin. Þetta verður gríðarlega jafn leikur hjá Dönum og Króötum," segir Aron og bætir við. „Danir voru í smá vandræðum með varnarleikinn þar til þeir fengu Kasper Nielsen inn. Línuspil andstæðinganna hefur gengið verr eftir það. Ég get alveg viðurkennt að ég held aðeins með Dönum eftir að hafa búið í Danmörku lengi en ég spái þeim engu að síður sigri." Króatíska liðið hefur komið mörgum á óvart í mótinu. Það mætti án Ivano Balic, sem hefur verið einn besti handboltamaður heims undanfarin ár, og svo missti liðið stórskyttuna Blazenko Lackovic á mótinu er hann meiddist. Engu að síður völtuðu þeir yfir Frakka.Öðruvísi Króatar án Balic „Það er miklu betri andi og liðsheild í króatíska hópnum núna en oft áður. Það virtist oft vera stríð á milli Balic, þjálfarans og fjölmiðla á sínum tíma. Núna er meiri samstaða í liðinu og menn að vinna saman og í sömu átt. Meðan vel gengur eru Króatarnir stórhættulegir. Liðin af Balkanskaganum eflast þegar líður á svona mót," segir Aron en það virðist litlu breyta hjá Króötum þó svo þeir séu með fjóra nýliða. Þeir eru samt frábærir. „Þeir eiga mikinn hóp af leikmönnum sem hafa verið á toppnum í alþjóðabolta í mörg ár. Þeir eiga aragrúa af leikmönnum og nýir menn eru fljótir að aðlagast því sem er verið að gera í landsliðinu. Allir koma þeir úr góðum handboltaskóla í sínu heimalandi." Danir völtuðu yfir Ungverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í átta liða úrslitum. Þeir gáfu svo mikið eftir í síðari hálfleik og voru ekki fjarri því að kasta leiknum frá sér. Þurfa þeir ekkert að hafa áhyggjur af því? „Ég held að þeir hafi verið værukærir. Það má ekki gefa þumlung eftir í þessu sporti, þá er hægt að fá það í bakið. Það gerðist hjá Dönum. Þetta virtist vera of létt hjá þeim í fyrri hálfleik og spurning hvort þeir hafi ekki sofnað á verðinum í þeim seinni. Ég held að það gerist ekki aftur og Danir vinna þennan hörkuleik á meiri breidd og betri markvörslu." Slóvenar hafa komið allra liða mest á óvart og þetta skemmtilega lið fær nú að glíma við ógnarsterkt lið heimamanna í undanúrslitum.Skemmtilegir Slóvenar „Slóvenar eru með mjög gott lið. Þarna er kominn hópur af ungum og góðum handboltamönnum sem hafa mikinn leikskilning. Þeir eru vel spilandi. Svo er það Uros Zorman sem stýrir sóknarleiknum en hann er afar klókur leikmaður, reyndur og í algjöru lykilhlutverki hjá þeim. Þegar markvarslan er í lagi hjá þeim eru þeir virkilega hættulegir," sagði Aron en hann heldur engu að síður að Spánn sé of stór biti fyrir slóvenska liðið. „Spánverjar hafa spilað sterka vörn, eru með frábæran markmann og stórhættuleg hraðaupphlaup. Ég held að þessir styrkleikar og heimavöllurinn muni skila þeim inn í úrslitaleikinn," sagði Aron sem hefur smá áhyggjur af sóknarleik heimamanna. „Þeir eru ekki eins sterkir og oft áður. Þeir eru auðvitað með línuspil á heimsmælikvarða en eru ekki eins hættulegir fyrir utan og oft áður." Samkvæmt spá landsliðsþjálfarans verður úrslitaleikurinn því á milli Dana og Spánverja. Hvernig fer sá leikur? „Danmörk vinnur. Ég efast ekkert um það."
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira