Aron: Danir verða heimsmeistarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2013 07:00 Henrik Möllgaard hefur komið mjög sterkur inn í danska liðið á HM og tryggði þeim sæti í undanúrslitum. Nordic Photos / AFP Undanúrslit á HM á Spáni fara fram í kvöld. Þá mæta heimamenn liði Slóvena í fyrri leik kvöldsins en síðari leikurinn er viðureign Dana og Króata. Margir eru á því að það sé hreinlega úrslitaleikur mótsins. „Þetta er úrslitaleikur mótsins að mínu mati. Liðin sem hafa þurft að fara þennan legg upp í úrslit voru alltaf að fara að vinna að mínu mati. Mótið hefur verið gert upp þarna megin. Þetta verður gríðarlega jafn leikur hjá Dönum og Króötum," segir Aron og bætir við. „Danir voru í smá vandræðum með varnarleikinn þar til þeir fengu Kasper Nielsen inn. Línuspil andstæðinganna hefur gengið verr eftir það. Ég get alveg viðurkennt að ég held aðeins með Dönum eftir að hafa búið í Danmörku lengi en ég spái þeim engu að síður sigri." Króatíska liðið hefur komið mörgum á óvart í mótinu. Það mætti án Ivano Balic, sem hefur verið einn besti handboltamaður heims undanfarin ár, og svo missti liðið stórskyttuna Blazenko Lackovic á mótinu er hann meiddist. Engu að síður völtuðu þeir yfir Frakka.Öðruvísi Króatar án Balic „Það er miklu betri andi og liðsheild í króatíska hópnum núna en oft áður. Það virtist oft vera stríð á milli Balic, þjálfarans og fjölmiðla á sínum tíma. Núna er meiri samstaða í liðinu og menn að vinna saman og í sömu átt. Meðan vel gengur eru Króatarnir stórhættulegir. Liðin af Balkanskaganum eflast þegar líður á svona mót," segir Aron en það virðist litlu breyta hjá Króötum þó svo þeir séu með fjóra nýliða. Þeir eru samt frábærir. „Þeir eiga mikinn hóp af leikmönnum sem hafa verið á toppnum í alþjóðabolta í mörg ár. Þeir eiga aragrúa af leikmönnum og nýir menn eru fljótir að aðlagast því sem er verið að gera í landsliðinu. Allir koma þeir úr góðum handboltaskóla í sínu heimalandi." Danir völtuðu yfir Ungverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í átta liða úrslitum. Þeir gáfu svo mikið eftir í síðari hálfleik og voru ekki fjarri því að kasta leiknum frá sér. Þurfa þeir ekkert að hafa áhyggjur af því? „Ég held að þeir hafi verið værukærir. Það má ekki gefa þumlung eftir í þessu sporti, þá er hægt að fá það í bakið. Það gerðist hjá Dönum. Þetta virtist vera of létt hjá þeim í fyrri hálfleik og spurning hvort þeir hafi ekki sofnað á verðinum í þeim seinni. Ég held að það gerist ekki aftur og Danir vinna þennan hörkuleik á meiri breidd og betri markvörslu." Slóvenar hafa komið allra liða mest á óvart og þetta skemmtilega lið fær nú að glíma við ógnarsterkt lið heimamanna í undanúrslitum.Skemmtilegir Slóvenar „Slóvenar eru með mjög gott lið. Þarna er kominn hópur af ungum og góðum handboltamönnum sem hafa mikinn leikskilning. Þeir eru vel spilandi. Svo er það Uros Zorman sem stýrir sóknarleiknum en hann er afar klókur leikmaður, reyndur og í algjöru lykilhlutverki hjá þeim. Þegar markvarslan er í lagi hjá þeim eru þeir virkilega hættulegir," sagði Aron en hann heldur engu að síður að Spánn sé of stór biti fyrir slóvenska liðið. „Spánverjar hafa spilað sterka vörn, eru með frábæran markmann og stórhættuleg hraðaupphlaup. Ég held að þessir styrkleikar og heimavöllurinn muni skila þeim inn í úrslitaleikinn," sagði Aron sem hefur smá áhyggjur af sóknarleik heimamanna. „Þeir eru ekki eins sterkir og oft áður. Þeir eru auðvitað með línuspil á heimsmælikvarða en eru ekki eins hættulegir fyrir utan og oft áður." Samkvæmt spá landsliðsþjálfarans verður úrslitaleikurinn því á milli Dana og Spánverja. Hvernig fer sá leikur? „Danmörk vinnur. Ég efast ekkert um það." Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Undanúrslit á HM á Spáni fara fram í kvöld. Þá mæta heimamenn liði Slóvena í fyrri leik kvöldsins en síðari leikurinn er viðureign Dana og Króata. Margir eru á því að það sé hreinlega úrslitaleikur mótsins. „Þetta er úrslitaleikur mótsins að mínu mati. Liðin sem hafa þurft að fara þennan legg upp í úrslit voru alltaf að fara að vinna að mínu mati. Mótið hefur verið gert upp þarna megin. Þetta verður gríðarlega jafn leikur hjá Dönum og Króötum," segir Aron og bætir við. „Danir voru í smá vandræðum með varnarleikinn þar til þeir fengu Kasper Nielsen inn. Línuspil andstæðinganna hefur gengið verr eftir það. Ég get alveg viðurkennt að ég held aðeins með Dönum eftir að hafa búið í Danmörku lengi en ég spái þeim engu að síður sigri." Króatíska liðið hefur komið mörgum á óvart í mótinu. Það mætti án Ivano Balic, sem hefur verið einn besti handboltamaður heims undanfarin ár, og svo missti liðið stórskyttuna Blazenko Lackovic á mótinu er hann meiddist. Engu að síður völtuðu þeir yfir Frakka.Öðruvísi Króatar án Balic „Það er miklu betri andi og liðsheild í króatíska hópnum núna en oft áður. Það virtist oft vera stríð á milli Balic, þjálfarans og fjölmiðla á sínum tíma. Núna er meiri samstaða í liðinu og menn að vinna saman og í sömu átt. Meðan vel gengur eru Króatarnir stórhættulegir. Liðin af Balkanskaganum eflast þegar líður á svona mót," segir Aron en það virðist litlu breyta hjá Króötum þó svo þeir séu með fjóra nýliða. Þeir eru samt frábærir. „Þeir eiga mikinn hóp af leikmönnum sem hafa verið á toppnum í alþjóðabolta í mörg ár. Þeir eiga aragrúa af leikmönnum og nýir menn eru fljótir að aðlagast því sem er verið að gera í landsliðinu. Allir koma þeir úr góðum handboltaskóla í sínu heimalandi." Danir völtuðu yfir Ungverja í fyrri hálfleik í leik liðanna í átta liða úrslitum. Þeir gáfu svo mikið eftir í síðari hálfleik og voru ekki fjarri því að kasta leiknum frá sér. Þurfa þeir ekkert að hafa áhyggjur af því? „Ég held að þeir hafi verið værukærir. Það má ekki gefa þumlung eftir í þessu sporti, þá er hægt að fá það í bakið. Það gerðist hjá Dönum. Þetta virtist vera of létt hjá þeim í fyrri hálfleik og spurning hvort þeir hafi ekki sofnað á verðinum í þeim seinni. Ég held að það gerist ekki aftur og Danir vinna þennan hörkuleik á meiri breidd og betri markvörslu." Slóvenar hafa komið allra liða mest á óvart og þetta skemmtilega lið fær nú að glíma við ógnarsterkt lið heimamanna í undanúrslitum.Skemmtilegir Slóvenar „Slóvenar eru með mjög gott lið. Þarna er kominn hópur af ungum og góðum handboltamönnum sem hafa mikinn leikskilning. Þeir eru vel spilandi. Svo er það Uros Zorman sem stýrir sóknarleiknum en hann er afar klókur leikmaður, reyndur og í algjöru lykilhlutverki hjá þeim. Þegar markvarslan er í lagi hjá þeim eru þeir virkilega hættulegir," sagði Aron en hann heldur engu að síður að Spánn sé of stór biti fyrir slóvenska liðið. „Spánverjar hafa spilað sterka vörn, eru með frábæran markmann og stórhættuleg hraðaupphlaup. Ég held að þessir styrkleikar og heimavöllurinn muni skila þeim inn í úrslitaleikinn," sagði Aron sem hefur smá áhyggjur af sóknarleik heimamanna. „Þeir eru ekki eins sterkir og oft áður. Þeir eru auðvitað með línuspil á heimsmælikvarða en eru ekki eins hættulegir fyrir utan og oft áður." Samkvæmt spá landsliðsþjálfarans verður úrslitaleikurinn því á milli Dana og Spánverja. Hvernig fer sá leikur? „Danmörk vinnur. Ég efast ekkert um það."
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira