Virði Plain Vanilla hefur aukist tífalt Freyr Bjarnason skrifar 27. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, hefur samanlagt fengið um þrjá milljarða króna inn í fyrirtækið. Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira