Virði Plain Vanilla hefur aukist tífalt Freyr Bjarnason skrifar 27. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, hefur samanlagt fengið um þrjá milljarða króna inn í fyrirtækið. Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira