Virði Plain Vanilla hefur aukist tífalt Freyr Bjarnason skrifar 27. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, hefur samanlagt fengið um þrjá milljarða króna inn í fyrirtækið. Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira