Virði Plain Vanilla hefur aukist tífalt Freyr Bjarnason skrifar 27. desember 2013 07:00 Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, hefur samanlagt fengið um þrjá milljarða króna inn í fyrirtækið. Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðmæti íslenska leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur átt- til tífaldast á síðustu sex vikum, eftir útkomu hins vinsæla forrits QuizUp, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það megi ráða af fjárfestingum Sequoia Capital. Plain Vanilla stendur á bak við QuizUp sem er sá iPhone-farsímaleikur sem hefur vaxið hraðast í sögunni. Talið er að verðmæti Plain Vanilla sé yfir eitt hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarðar króna. Sequoia keypti sig inn í fyrirtækið fyrir hátt í tvær milljónir dala áður en QuizUp var hleypt af stokkunum og bætir nú við sig. „Það er ljóst að verðmæti Plain Vanilla fyrir útgáfu QuizUp og eftir útgáfu QuizUp hefur margfaldast,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, aðspurður. Hann gat þó ekki staðfest að margföldunin væri átt- til tíföld. Yfir fimm milljónir manna hafa hlaðið QuizUp niður í farsíma sína síðan spurningaleikurinn kom á markað í nóvember. Í tilkynningu frá Plain Vanilla í gær kom fram að fyrirtækið hefði aukið hlutafé sitt um 22 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir um tveimur og hálfum milljarði íslenskra króna. „Þetta mun gera okkur kleift að setja í fimmta gír með þetta verkefni okkar,“ segir Þorsteinn Baldur. Samanlagt hefur fyrirtækið fengið yfir þrjá milljarða króna í áhættufjármagn frá stofnun. Fjárfestarnir í þessari umferð eru hinir sömu og áður hafa lagt fé í fyrirtækið, þar á meðal eru kínverski sjóðurinn Tencent Holdings og Sequoia Capital eins og fyrr segir. „Sequoia Captial er þekkt fyrir að kaupa sig ekki inn í félög nema þeir telji að verðmætaaukningin verði margföld eftir að þeir koma inn,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira