Innlent

Sjúkrabíllinn ekki tekinn burt - í bili

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skagastrendingar vilja ekki missa sjúkrabílinn úr í þorpinu.
Skagastrendingar vilja ekki missa sjúkrabílinn úr í þorpinu. Fréttablaðið/Stefán
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur frestað ákvörðun um brotthvarf sjúkrabíls frá Skagaströnd að því er fram kom í máli oddvita Skagatsrandar á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Einnig kom fram að Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, hefði skrifað ráðuneytinu og farið fram á að hætt yrði við að leggja af sjúkrabílinn á Skagaströnd og frá fyrirhugaðri fækkun sjúkrabíla á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×