Óvíst um framhaldið hjá Guðjóni Val Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2013 08:00 Guðjón Valur hefur verið einn fremsti hornamaður í heimi undanfarinn áratug. Nordicphotos/Getty „Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel. Var hann meðal annars orðaður við spænska félagið Barcelona í erlendum fjölmiðlum. „Hvað verður kemur bara í ljós einhvern tímann seinna. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu,“ segir Seltirningurinn uppaldi sem er á sínu öðru tímabili hjá þýska stórliðinu. Guðjón Valur varð Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti með liðinu í fyrra auk þess að vinna bikarinn. Liðið fór þó flatt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið ætlaði sér stóra hluti. Ljóst er að Kiel mun ekki verja bikarmeistaratitil sinn þetta árið eftir tap fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni. Liðið er þó í hörkubaráttu í deildinni einu stig eftir toppliði Flensburg og með leik til góða. „Nú er bara að klára þessa fjóra leiki fram að jólum,“ segir Guðjón Valur en handan við hornið er enn eitt stórmótið hjá landsliðinu. Okkar strákar hefja leik á EM í Danmörku 12. janúar þar sem liðið er í riðli með Spánverjum, Norðmönnum og Ungverjum. „Riðillinn er rosalega sterkur. Fyrsti leikurinn kemur til með að skipta gríðarlegu máli,“ segir Guðjón Valur um möguleika Íslands. Norðmenn eru andstæðingurinn í fyrsta leik en svo er leikið á tveggja daga fresti. „Mestu máli skiptir fyrir okkur að leikmenn okkar verði heilir fyrir mót,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Nefnir hann þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson til sögunnar. Báðir skoruðu átta mörk í stórleik Kiel og Löwen í bikarnum í vikunni þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir meiðsli. „Það er frábært að Aron sé kominn í gang. Það er hins vegar tvennt ólíkt að spila tvisvar í viku og að fara á svona mót,“ segir Guðjón Valur um samherja sinn hjá Kiel. Aron var í lykilhlutverki hjá landsliðinu á HM á Spáni í janúar líkt og Guðjón Valur þar sem Ísland hafnaði í 12. sæti. Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar á mótinu. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson sagði við Fréttablaðið í gær að hægri skyttan myndi gefa svar eftir helgi. „Auðvitað þurfum við á honum að halda. Þótt Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) hafi litið rosalega vel út í æfingaleikjunum á móti Austurríki þá þarf tvo menn með reynslu í hverja stöðu,“ segir Guðjón Valur um Alexander. Hann hafi hins vegar skilning á því ef menn ákveða að gefa ekki kost á sér. Nauðsynlegt sé að hlusta á líkamann. Vegna óvissunnar um leikmenn segir hornamaðurinn erfitt að meta möguleika okkar manna. Verði Ísland með sitt sterkasta lið séu möguleikarnir góðir. „Ef ekki þá verður þetta helvíti erfitt,“ segir hornamaðurinn. Hann ítrekar þó að sama hvernig liðið verði skipað verði spilað til sigurs í öllum leikjum. Hornamaðurinn 34 ára virðist verða betri með hverju árinu. Hann fór hamförum með landsliðinu á árinu og var langmarkahæstur allra leikmanna í undankeppni EM. „Ég velti lítið fyrir mér hve gamall ég er eða hve lengi ég hef verið í þessu. Það er bara næsti leikur hvort sem maður er 18 ára eða 34 ára. Mér líður vel og skrokkurinn heldur,“ segir fyrirliðinn sem ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á meðan hann getur. „Ég get æft vel, mér líður vel og ég hef mjög gaman af því að spila fyrir landsliðið. Á meðan svo er geri ég það áfram.“ Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Ég sagði bara nei við þeirra tilboði,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hornamaðurinn staðfesti við Fréttablaðið að hann hefði neitað samningstilboði þýsku meistaranna í Kiel. Var hann meðal annars orðaður við spænska félagið Barcelona í erlendum fjölmiðlum. „Hvað verður kemur bara í ljós einhvern tímann seinna. Það er ekkert sem ég get sagt í augnablikinu,“ segir Seltirningurinn uppaldi sem er á sínu öðru tímabili hjá þýska stórliðinu. Guðjón Valur varð Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti með liðinu í fyrra auk þess að vinna bikarinn. Liðið fór þó flatt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið ætlaði sér stóra hluti. Ljóst er að Kiel mun ekki verja bikarmeistaratitil sinn þetta árið eftir tap fyrir Rhein-Neckar Löwen í vikunni. Liðið er þó í hörkubaráttu í deildinni einu stig eftir toppliði Flensburg og með leik til góða. „Nú er bara að klára þessa fjóra leiki fram að jólum,“ segir Guðjón Valur en handan við hornið er enn eitt stórmótið hjá landsliðinu. Okkar strákar hefja leik á EM í Danmörku 12. janúar þar sem liðið er í riðli með Spánverjum, Norðmönnum og Ungverjum. „Riðillinn er rosalega sterkur. Fyrsti leikurinn kemur til með að skipta gríðarlegu máli,“ segir Guðjón Valur um möguleika Íslands. Norðmenn eru andstæðingurinn í fyrsta leik en svo er leikið á tveggja daga fresti. „Mestu máli skiptir fyrir okkur að leikmenn okkar verði heilir fyrir mót,“ segir landsliðsfyrirliðinn. Nefnir hann þá Aron Pálmarsson og Alexander Petersson til sögunnar. Báðir skoruðu átta mörk í stórleik Kiel og Löwen í bikarnum í vikunni þrátt fyrir að vera að jafna sig eftir meiðsli. „Það er frábært að Aron sé kominn í gang. Það er hins vegar tvennt ólíkt að spila tvisvar í viku og að fara á svona mót,“ segir Guðjón Valur um samherja sinn hjá Kiel. Aron var í lykilhlutverki hjá landsliðinu á HM á Spáni í janúar líkt og Guðjón Valur þar sem Ísland hafnaði í 12. sæti. Óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Peterssonar á mótinu. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson sagði við Fréttablaðið í gær að hægri skyttan myndi gefa svar eftir helgi. „Auðvitað þurfum við á honum að halda. Þótt Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) hafi litið rosalega vel út í æfingaleikjunum á móti Austurríki þá þarf tvo menn með reynslu í hverja stöðu,“ segir Guðjón Valur um Alexander. Hann hafi hins vegar skilning á því ef menn ákveða að gefa ekki kost á sér. Nauðsynlegt sé að hlusta á líkamann. Vegna óvissunnar um leikmenn segir hornamaðurinn erfitt að meta möguleika okkar manna. Verði Ísland með sitt sterkasta lið séu möguleikarnir góðir. „Ef ekki þá verður þetta helvíti erfitt,“ segir hornamaðurinn. Hann ítrekar þó að sama hvernig liðið verði skipað verði spilað til sigurs í öllum leikjum. Hornamaðurinn 34 ára virðist verða betri með hverju árinu. Hann fór hamförum með landsliðinu á árinu og var langmarkahæstur allra leikmanna í undankeppni EM. „Ég velti lítið fyrir mér hve gamall ég er eða hve lengi ég hef verið í þessu. Það er bara næsti leikur hvort sem maður er 18 ára eða 34 ára. Mér líður vel og skrokkurinn heldur,“ segir fyrirliðinn sem ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á meðan hann getur. „Ég get æft vel, mér líður vel og ég hef mjög gaman af því að spila fyrir landsliðið. Á meðan svo er geri ég það áfram.“
Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira