Viðskipti innlent

Stofnandi Opera kaupir í Dohop

Óli Kristán Ármannsson skrifar
Jón Tetzchner
Jón Tetzchner Fréttablaðið/GVA
Frumkvöðullinn og fjárfestirinn Jón Stephenson von Tetzchner hefur fest kaup á 10 prósenta hlut í íslensku flugleitarvélinni Dohop.

Samkvæmt tilkynningu kaupir Jón hlutinn af núverandi hluthöfum og því ekki um að ræða útgáfu nýs hlutafjár.

Jón verður við kaupin þriðji stærsti hluthafi félagins, en Nýsköpunarsjóður á 10,8 prósent og Frosti Sigurjónsson, stofnandi félagsins, 19,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×