Lífið

Semur fyrir vini sem vinna til verðlauna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Leikstjórar af Álftanesi hafa unnið til nokkurra verðlauna eftir samstarf við Einar Sverri.
Leikstjórar af Álftanesi hafa unnið til nokkurra verðlauna eftir samstarf við Einar Sverri.
Kvikmyndatónskáldið Einar Sverrir Tryggvason hefur nú samið tónlist fyrir tvær stuttmyndir sem hafa unnið til verðlauna, en leikstjórar beggja myndanna eru, eins og Einar, Álftnesingar. Leikstjórarnir eru þeir Erlendur Sveinsson og Erlingur Óttar Thoroddsen. Erlendur vann til verðlauna í flokki mínútumynda á RIFF-kvikmyndahátíðinni fyrir myndina Breathe en Erlingur hefur unnið til fjölda verðlauna erlendis fyrir mynd sína The Banishing.

Einar segir samstarfið við þá hafa legið beint við. „Við Erlendur höfum verið saman í bekk síðan við vorum 9 ára gamlir. Við byrjuðum að vinna saman að myndum þegar hann var í kvikmyndaskólanum og ég hef samið tónlist fyrir nánast öll hans verk,“ segir Einar. Erlingur Óttar er svo vinur stóra bróður Einars og hafði samband við hann. „Erlingur hafði samband við mig gagngert til þess að vinna með sér, við þekktumst ekki mikið í æsku,“ útskýrir Einar, en Erlingur er fjórum árum eldri en Einar. „Mér fannst þetta bara liggja í augum uppi,“ segir Einar um samstarfið.

Einar er nú búsettur í Hollandi þar sem hann stundar meistaranám í kvikmyndatónlist. Hann hefur samið tónlist fyrir þætti Skjás Eins. Einar er einnig þekktur sem keppandi í Útsvari fyrir Álftanes, þar sem hann keppti ásamt Tryggva M. Baldvinssyni, föður sínum og tónskáldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.