Lífið

Fagnar fyrstu tönninni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Channing er í skýjunum með Everly.
Channing er í skýjunum með Everly.
Hjartaknúsarinn Channing Tatum nýtur sín í föðurhlutverkinu og var afar stoltur af dóttur sinni, Everly, þegar hann var í viðtali hjá Ellen DeGeneres í síðustu viku.

Channing sagði hreykinn frá því að Everly, sem er sex mánaða, hefði tekið fyrstu tönnina.

„Hún er rosalega stór og mjög beitt. Ég held að hún eigi eftir að meiða mig bráðlega en þetta er afskaplega krúttlegt,“ sagði Channing í viðtalinu en hann á Everly með eiginkonu sinni, Jennu Dewan-Tatum.

Viðtalið er hægt að sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.